fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Eyjan

Vill endurbæta löggjöf á sviði tjáningar-fjölmiðla- og upplýsingarfrelsis

Trausti Salvar Kristjánsson
Föstudaginn 2. febrúar 2018 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra

Á fundi ríkisstjórnar í morgun kynnti forsætisráðherra fyrirkomulag vinnu við endurbætur á löggjöf á sviði tjáningar- fjölmiðla- og upplýsingafrelsis. Skipuð verður sjö manna nefnd með fulltrúum þeirra ráðuneyta sem fara með framkvæmd löggjafar á þessu sviði og öðru kunnáttufólki.

Verkefni nefndarinnar verður fjórþætt. Í fyrsta lagi að fara yfir þau frumvörp sem urðu til á vettvangi stýrihóps mennta- og menningarmálaráðherra sem skipaður var í kjölfar þingsályktunar nr. 23/138 um að Ísland skapi sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis. Þau frumvörp lutu að ærumeiðingum, afnámi svokallaðrar gagnageymdar á grundvelli fjarskiptalaga, ábyrgð hýsingaraðila, sbr. lög um rafræn viðskipti, og hatursáróðri. Í öðru lagi að taka til skoðunar fyrirliggjandi tillögur er lúta að tjáningarfrelsi opinberra starfsmanna og eftir atvikum skyldu þeirra til að greina frá lögbrotum eða brotum á siðareglum sem þeir verða áskynja um í starfi. Í þriðja lagi að fara yfir gildandi upplýsingalög í ljósi þróunar á alþjóðavettvangi og framkvæmdar laganna og meta hvort þörf sé á lagabreytingum. Í því sambandi verði kannað hvort fullgilding samnings Evrópuráðsins um aðgang að opinberum gögnum kalli á lagabreytingar hér á landi. Þá verði lagt mat á erindi sem forsætisráðuneytinu hafa borist á undanförnum árum varðandi endurskoðun laganna og önnur atriði sem sérstaklega hefur reynt á í framkvæmd. Má nefna undanþágur vegna gagna er lúta að lögfræðiráðgjöf varðandi málshöfðun gegn opinberum aðilum, gögn er varða útboð eða val á viðsemjendum í ljósi samkeppnisréttar og fyrirkomulag varðandi undanþágur frá gildissviði laganna. Í fjórða lagi að meta hverjar aðrar lagabreytingar kunni að vera æskilegar á sviði tjáningar-, fjölmiðla- og upplýsingafrelsis.

Nefndinni er ætlað að skila tillögum um fyrri tvö atriðin 1. október næstkomandi og síðari tvö 1. mars 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi

Sigmundur Ernir skrifar: Stjórnarandstaða með pólitískt sjálfsofnæmi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum
Lögregla rúin trausti
Eyjan
Fyrir 1 viku

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið

Vilhjálmur brýnir sinn gamla flokk – Vill að meira verði gert fyrir Breiðholtið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“

Össur segir elda loga í Sjálfstæðisflokknum – „Hvenær sýður upp úr?“