fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Setur spurningamerki við líkamstjáningu Viðars

Ari Brynjólfsson
Fimmtudaginn 11. janúar 2018 16:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Áslaug Friðriksdóttir og Viðar Guðjohnsen. Samsett mynd/DV

Reynir Traustason stjórnarformaður Stundarinnar setur spurningamerki við hendi Viðars Guðjohnsens á öxl Áslaugar Maríu Friðriksdóttur á forsíðumynd Fréttablaðsins í dag.

Myndin sýnir frambjóðendurnar fimm sem bjóða sig fram til að leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjavík, þau Vilhjálm Bjarnason, Viðar, Áslaugu Maríu, Kjartan Magnússon og Eyþór Arnalds. Reynir vekur athygli á því á Fésbók að hendi Viðars er á öxl Áslaugar Maríu:

Frambjóðandinn Viðar Guðjohnsen er æði kumpánlegur við kvenframbjóðandinn Áslaugu Friðriksdóttur og hefur lagt hönd á öxl hennar af einhverri ástæðu. Á hægri hönd við hann er Vilhjálmur Bjarnason, fallinn þingmaður. Hann fær ekki sömu trakteringu hjá frambjóðandanum. Hægri hönd Viðars leggur sem lömuð við hlið hans,

segir Reynir og bætir við:

Aðrir á myndinni eru einnig fjarlægir hvor öðrum. Nú er alls ekki víst að þetta sé kynbundin hegðun. Vilhjálmur þykir skapstór og kantaður og kannski þorði Viðar ekki að fara í beina snertingu. En óneitanlega áhugaverð líkamstjáning hjá borgarstjóraefninu Viðari.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum

Reynir Traustason: Mikil mistök að sameinast Kjarnanum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt

Orðið á götunni: Guðrún vill minnka allt