Framsóknarflokkurinn í Reykjavík stefnir á að stilla upp framboðslista í borgarstjórnarkosningunum í vor. Jón Ingi Gíslason, formaður kjördæmisráðs Framsóknarfélaganna í borginni staðfesti þetta við Eyjuna, en kjördæmisþingið samþykkti þetta í gær. Tillagan verður lögð fyrir kjördæmisþingið þann 22. febrúar.
Framsókn bauð síðast fram undir merkjum flugvallarvina, en ekki liggur fyrir hvort svo verði áfram, það verður ákveðið á kjördæmisþinginu. Jón segir mikinn meðbyr með flokknum þessa stundina og býst við góðum hópi frambjóðenda.
Framsókn á engan fulltrúa í borginni, en bæði Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir og Sveinbjörg B. Sveinbjörnsdóttir sögðu sig úr flokknum á síðasta ári. Guðfinna gekk í Miðflokkinn, en situr áfram fyrir hönd Framsóknar og flugvallarvina. Hún ætlar að snúa sér að lögmannsstörfum. Sveinbjörg hefur setið sem óháður borgarfulltrúi.