fbpx
Föstudagur 14.nóvember 2025
Eyjan

Mun endurskoða skipan dómara eftir athugasemdir spillingarnefndar GRECO

Trausti Salvar Kristjánsson
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 14:14

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ásmundur Einar Daðason

Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur ákveðið að skipa nefnd til að endurskoða skipan dómara í Félagsdóm, m.a. varðandi val á þeim og hæfniskröfur, í kjölfar athugasemda GRECO. Ráðherra kynnti ákvörðun sína á fundi ríkisstjórnar í morgun.

Ísland hefur verið aðili að GRECO, samtökum ríkja innan Evrópuráðsins gegn spillingu, frá árinu 1999. Samtökin hafa eftirlit með því hvort og hvernig aðildarríkin fylgja tilmælum Evrópuráðsins um aðgerðir á þessu sviði og gera reglulega úttektir í því skyni.

Í úttekt GRECO kemur fram að þótt núverandi forseti Félagsdóms sé héraðsdómari séu engar kröfur gerðar hvað það varðar í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. GRECO bendir einnig á að engar sérstakar reglur gildi um skipan þessara dómara og að stöður þeirra séu ekki auglýstar.

Úrskurðir og dómar Félagsdóms eru endanlegir og verður ekki áfrýjað. Með vísan til þess er það álit GRECO að eðlilegt væri að gera þá lágmarkskröfu að dómendur tilnefndir af Hæstarétti færu í gegnum ráðningarferli sem tryggði sjálfstæði, óhlutdrægni og gagnsæi. Jafnfram bæri að auglýsa stöður þeirra líkt og þegar dómarar eru almennt skipaðir í stöður hér á landi.

Í lögum um stéttarfélög og vinnudeilur er gerð krafa um að þeir dómarar sem Hæstiréttur skipar hafi lokið embættisprófi í lögfræði. Engar sérstakar hæfniskröfur eru gerðar í lögum til hinna dómaranna sem skipa félagsdóm, aðrar en að þeir séu íslenskir ríkisborgarar, fjár síns ráðandi og með óflekkað mannorð.

Lög um stéttarfélög og vinnudeilur eru frá árinu 1938 og hafa litlar breytingar orðið á kaflanum um Félagsdóm frá því að lögin tóku gildi. Fyrir liggur að strangari hæfniskröfur eru gerðar til dómenda í sérdómstólum um ágreining milli aðila vinnumarkaðarins hjá öðrum Norðurlandaþjóðum.

Í ljósi þessa og til að bregðast við athugasemdum GRECO hefur félags- og jafnréttisráðherra ákveðið að skipa nefnd með fulltúum aðila vinnumarkaðarins og velferðarráðuneytisins til að endurskoða gildandi fyrirkomulag og gera tillögu að breytingum á skipan dómara í Félagsdóm.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera

Dagur B. Eggertsson: Vextir á framkvæmdalánunum fjórfaldir hér á landi – látið eins og ekkert sé hægt að gera
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi

Orðið á götunni: Peppræðan uppfull af taugatitringi, hroka og ráðaleysi
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu

Óttar Guðmundsson skrifar: Hjólað í snjókomu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur

Dagur B. Eggertsson: Fórnarlömb málþófsins fjölmörg – auka álagið á þingið í vetur
Eyjan
Fyrir 1 viku

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk

Fast skotið í Háskóla Íslands: Dauðadómur yfir bók Steinunnar Kristjánsdóttur – fræðilegt fúsk
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“

Thomas Möller skrifar: Þáttaröðin „Evrópa brennur“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn

Reynir Traustason: Það verður bara að buffa þá, sagði yfirlögregluþjónninn
Eyjan
Fyrir 1 viku

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis

Reynir Traustason: Sonja var ógleymanleg – í ævilöngu sambandi við Onassis