Birgir Örn Guðjónsson, best þekktur sem Biggi lögga, ætlar þing. Segir hann á Fésbók að hann ætli í framboð fyrir Framsóknarflokkinn. Ekki kemur fram í hvaða sæti eða kjördæmi Biggi býður sig fram í en Framsóknarflokkurinn hefur þurft að glíma við fjöldaúrsagnir úr flokknum að undanförnu og hefur flokkurinn leitað að oddvita í Reykjavíkurkjördæmi norður fyrir komandi kosningar. Segir Biggi að bankahrunið og óréttlætið sem hans og önnur heimili fundu fyrir í kjölfar þess hafi kveikt eld innra með honum. Hann hafi byrjað að tjá sig og þetta sé rökrétt framhald:
Það var ekki auðveld ákvörðun. Eftir að hafa hugsað mig um og skoðað málin ákvað ég að bjóða mig fram á lista hjá þeim flokki sem stóð að því að losa fjölskylduna mína úr skuldasnörunni eftir hrunið. Flokknum sem tók ekki nei sem svar. Ég mun því bjóða mig fram á lista hjá Framsóknarflokknum. Ég fann samsvörun í stefnunni þeirra og líst ótrúlega vel á fólkið þar.