fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Danmörk – Ný skýrsla sýnir að innflytjendur eru mun líklegri til að fremja afbrot en innfæddir Danir

Ritstjórn DV
Mánudaginn 9. apríl 2018 05:21

Danski fáninn.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Afkomendur innflytjenda í Danmörku taka mikið pláss í tölum um afbrot í landinu. Afkomendurnir, gjarnan nefnd önnur kynslóð innflytjenda, er virkari í afbrotum en foreldrar þeirra sem aftur eru virkari í afbrotum en innfæddir Danir. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu frá Danmarks Statistik. Samkvæmt tölunum þá er afbrotatíðni afkomenda innflytjenda 220 prósentum yfir meðaltali afbrota sem framin eru af körlum. Þegar tillit er tekið til aldurs þá eru afkomendurnir 145 prósentum yfir meðaltalinu. Þetta þýðir að fyrir hverja 10 innfædda Dani sem hljóta dóm hljóta 24,5 afkomendur innflytjenda dóm.

Ekstra Bladet skýrir frá þessu. Fram kemur að það séu sérstaklega afkomendur innflytjenda frá ríkjum eins og Sómalíu, Marókkó, Sýrlandi og Líbanon sem taki mikið pláss í tölfræðinni. Lars Højsgaard Andersen, hjá Rockwool-sjóðnum, segir að á þessu séu eðlilegar skýringar.

Hann segir að margir þættir spili þarna inn í en almennt séð sé hér um unga menn að ræða sem hafa lítil tengsl við vinnumarkaðinn og séu lítt menntaðir. Þeir séu viðkvæmari fyrir að lenda á glæpabrautinni en innfæddir Danir. Þá segir hann að búseta þessarra ungu manna ráði einnig miklu í þessu, þeir búi oft í hverfum þar sem afbrot eru algengari en gengur og gerist. Staðan í þessum hverfum er erfið og verri en gengur og gerist í Danmörku. 22 af þessum hverfum eru á svokölluðum gettólista ríkisstjórnarinnar. Andersen segir að í þessum hverfum geti börn innflytjenda reiknað með að hljóta öðruvísi uppeldi en dönsk börn.

Það sé yfirleitt mjög erfitt fyrir afkomendur innflytjenda frá ríkjum utan Vesturlanda að komast inn á danskan vinnumarkað og þetta hafi áhrif á þau tækifæri sem þeir hafa í lífinu og auki hættuna á að þeir lendi á afbrotabrautinni.

En þrátt fyrir að munurinn á afbrotatíðni meðal afkomenda innflytjenda og innfæddra Dana sé mikill þá hefur þróunin verið jákvæð á undanförnum árum að mati Andersen. Hann segir að almennt hafi dregið úr afbrotatíðni hjá ungum körlum og það eigi ekki eingöngu við um Dani, heldur einnig innflytjendur og afkomendur þeirra. Hann bendir þó á að það séu auknar líkur á að ungir menn lendi í afbrotatölfræðinni ef þeir eru afkomendur innflytjenda frá ríkjum utan Vesturlanda.

Í skýrslu frá Rockwool-sjóðnum frá 2017 kemur fram að börn innflytjenda, sem fæddust 1987, voru í 11 prósentum tilfella þekkt fyrir afbrot þegar þau náðu 18 ára aldri. Þegar tölfræðin fyrir börn, sem fæddust 1997, er skoðuð er hlutfallið hins vegar 6 prósent svo þróunin er í rétta átt.

Sérfræðingar eiga þó erfitt með að skýra hvers vegna þróunin í rétta átt er svona hæg. Ekki er talið útilokað að afbrotatíðnin sé hin sama og áður en að lögreglan hafi breytt starfsaðferðum sínum og því upplýsist afbrot síður nú en áður og það breyti tölfræðinni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni