fbpx
Laugardagur 18.maí 2024

Vertu sjálfselsk/ur á morgnana – Það gæti bjargað vinnudeginum þínum

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 29. janúar 2017 14:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Öll eigum við misjafna vinnudaga sama hversu hart við leggjum af okkur. Hvernig maður byrjar daginn og forgangsraðar verkefnum getur þó haft gríðarleg áhrif. Hefurðu lent í því að komast ekki yfir þau verkefni sem þú hefur sett í forgang vegna þess að aðrir krefjast athygli þinnar? Þetta er þekkt vandamál. Þess vegna er ein af áhrifaríkustu leiðunum til að byrja vinnudaginn af krafti að vera algjörlega sjálfselskur, það er að segja, að tileinka þér og engum öðrum fyrsta klukkutíma hvers vinnudags.

Andrew Merle hjá lífsstilsvefnum motto segir þetta eina áhrifaríkustu leiðina til að gera sem mest úr vinnudeginum. Þessi klukkustund er Þinn tími® og þá tekur þú ekki við verkefnum sem ekki eru á þínum eigin forgangslista, þú boðar ekki komu þína á fundi, svarar ekki símanum eða tölvupóstum og heldur þig alfarið frá samfélagsmiðlum. Hér má sjá hvernig nýta má þessa aðferð til fullnustu í þremur einföldum skrefum.

Mynd: Getty.

1. Taktu fyrsta klukkutíma vinnudagsins frá fyrir þig

Fyrsti klukkutími hvers einasta vinnudags er tileinkaður þér og engum öðrum. Ekki bóka fundi eða símtöl, hafnaðu fundarboðum og öðru slíku nema mæting sé brýnasta nauðsyn. Í þeim tilfellum gæti borgað sig að byrja vinnudaginn klukkutíma fyrr.

2. Útbúðu daglegan verkefnalista fyrirfram

Settu ekki fleiri en þrjú mikilvæg atriði á listann til þess að tryggja að þú hafir ekki of mikið á þinni könnu. Skrifaðu lista kvöldið áður frekar en samdægurs.

3. Byrjaðu daginn á þínu mikilvægasta verkefni

Finndu rólegt umhverfi þar sem þú verður ekki fyrir ónæði og byrjaðu á mikilvægasta verkefninu á listanum þínum. Færðu þig svo niður listann þegar því er lokið. Þú skalt forðast það að skoða tölvupóst eða samfélagsmiðla.

Haltu þínu striki og Þinn tími® mun koma!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“

Kveður stuðningsmenn Liverpool á hjartnæman hátt – „Vitið bara að ég verð ykkur þakklátur að eilífu“
Pressan
Fyrir 9 klukkutímum

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife

Lítil stúlka slapp naumlega undan bráðri lífshættu á Tenerife
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?

Langskotið og dauðafærið – Græðir þú pening um helgina?
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi

Sviptingar í Landsrétti – Ákæru gegn látinni móður Jónasar James Norris vísað frá dómi
Eyjan
Fyrir 13 klukkutímum

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“

Ögmundur sár út í sinn gamla flokk: „Dapurlegra en orð fá lýst“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Þetta er augnablikið sem Klopp hatar mest frá tíma sínum hjá Liverpool – Fékk næstum hjartaáfall

Þetta er augnablikið sem Klopp hatar mest frá tíma sínum hjá Liverpool – Fékk næstum hjartaáfall
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið

Líf hennar hékk á bláþræði í 40 mínútur – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir leiki gegn Austurríki

Þorsteinn velur áhugaverðan landsliðshóp fyrir leiki gegn Austurríki

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.