fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025

Khloé Kardashian svarar ásökunum í garð Kim vegna ránsins – Nýja þáttaröðin verður alvarlegri

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Laugardaginn 14. janúar 2017 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðan Kim Kardashian var rænd á hótelherbergi sínu í París 3.október í fyrra þá hafa margir kennt henni um atvikið með einhverjum hætti, sumir gengu svo langt að segja að hún hafi sviðsett ránið. Fólk gaf upp ýmsar ástæður fyrir því af hverju ránið hafi verið henni að kenna, allt frá því að vegna þess að hún var ekki með lífvörð hjá sér þegar ránið átti sér stað í að hún lifði lúxuslífi og deildi myndum af auðæfum sínum á samfélagsmiðlum. Margir gáfu til kynna að hún átti „skilið“ að vera rænd og kenndu henni um atvikið.

Kim Kardashian. Mynd/Getty

Sem betur fer er Kim með gott og sterkt bakland og fær hjálp við að verjast þessum skelfilegu ásökunum, en Khloé Kardashian var í viðtali á dögunum þar sem hún stóð upp fyrir systir sína. Í viðtali við Today í vikunni var Khloé spurð hvort að ránið væri „vakning“ fyrir fjölskylduna til að átta sig á því að það fylgja „afleiðingar“ að lifa svona „opinberu og félagslegu“ lífi. Khloé svaraði þessari heimskulegu spurningu meistaralega.

„Ég trúi því ekki að fólk sem sýnir lífið sitt meira eigi skilið, eða eigi að hafa þær afleiðingar, að vera rænd.“

Hún bætti við að öll upplifunin í kringum ránið hefur verið mikið áfall fyrir alla fjölskylduna.

„Þetta er ógnvekjandi og skelfilegt, en þá ferðu niður á skeljarnar og biður til Guðs og þakkar honum fyrir að ekkert verra gerðist.“

Hún sagði að fjölskyldunni væri létt eftir að fréttir bárust af 17 handtökum tengdum ráninu fyrr í þessari viku. Í öðru viðtali þessa vikuna þá tilkynnti Khloé að nýja þáttaröð Keeping Up With The Kardashians myndi vera öðruvísi en fyrri seríur þar sem að þáttaröðin sýnir fjölskylduna takast á við afleiðingar ránsins.

„Þessi þáttaröð er öðruvísi, því það er svo margt raunverulegt, allt er raunverulegt. Enginn myndi spá fyrir ráninu, svo margt af því mun vera sýnt. Hún mun vera mjög tilfinningarík og alvarleg,“

sagði Khloé við Extra. Hér fyrir neðan má sjá smá brot úr þáttunum sem byrja í sýningu í mars.

Sjá einnig:

Fyrstu fréttir frá Kim Kardashian West: „Þarf að taka mjög nauðsynlegt hlé“

Myndband af Kim í íbúðinni eftir árásina birt á netinu – Samsæriskenningar út frá ástandi hennar

Myndband: Augnablikið sem Kanye West yfirgaf sviðið – Kim Kardashian rænd á hótelherbergi

Hugsanlegt að bílstjóri Kim hafi tekið þátt í ráninu í París

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube

Borgaði sjálfum sér 253 milljónir í laun á síðasta ára – Starfar mest á Youtube
433Sport
Fyrir 3 klukkutímum

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út

Eiginkonan tryllt út í FIFA – Þetta er færslan sem hún birti en eyddi svo út
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Vill fara frá Chelsea í janúar

Vill fara frá Chelsea í janúar
Pressan
Fyrir 5 klukkutímum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum

Nýjar upplýsingar í máli ferðamanns sem hvarf sporlaust fyrir tveimur árum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin

Fimm félög á eftir Semenyo – United skoðar að selja þennan til að fjármagna kaupin
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur

Hákon Rafn gat lítið gert þegar City vann þægilegan sigur
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar

Móðir ófeðraðs barns forvitnaðist um réttindi sín en fékk rangar upplýsingar – Uppgötvaði hið rétta 14 árum síðar
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Jóhann Páll Jóhannsson skrifar: Planið virkar – Lækkandi vextir og minnsta verðbólga frá 2020

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.