fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Vinnubrjálaða, en þó geðprúða, nautnamanneskjan Lóa Pind á ferð og flugi

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. febrúar 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þið þekkið hana Lóu Pind. Hún er konan sem færði okkur sjónvarpsseríur eins og Tossana, Múslimana okkar og Bara geðveik, svo fátt eitt sé nefnt. Lóa er hvergi nærri hætt, en þessa dagana vinnur hún að nýrri þáttaröð sem hefur vinnuheitið Hvar er best að búa? Hún er nýlent á skerinu eftir að hafa þvælst um allar jarðir í leit að Íslendingum sem hafa kosið búsetu annars staðar. Við ákváðum að pína Lóu til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt.

Gjörðu svo vel Lóa, gólfið er þitt:

Persónuleiki þinn í fimm orðum?

Óþolinmóð, ör, geðprúð (núorðið), vinnubrjáluð en nautnamanneskja þess á milli.

Hver er þinn helsti veikleiki?

Vinnubrjálsemin. Henni fylgir ákveðin tegund einhverfu sem lýsir sér m.a. í því að mér finnst stundum pirrandi þegar ég er trufluð við vinnu. Það getur verið til ama í mannlegum samskiptum.

Áttu þér mottó í lífinu?

Njóttu þess á meðan þú hefur það. Sumum finnst ég ekki gera það. Ekki vera í núinu. Það er þvæla. Það er vel hægt að vera í núinu og njóta þess að plana framtíðina í leiðinni.

Stíllinn þinn í fimm orðum?

Á veturna: Hlýr. Á sumrin: Flögrandi. Á sumrin á Íslandi: Hlýr.
Þess utan elska ég leður, lambskinn, silki, blúndu, sterka liti og er nýbúin að uppgötva dásemdir kasmír.

Hvað er best við veturinn?

Að á endanum kemur vor. Svo er jólasnjórinn ósköp fallegur. Og kertaljósin. Og heiðskírir dagar á skíðum.

Hvern dreymir þig um að hitta?

Engan einn, en er alltaf til í að kynnast skapandi, skemmtilegu og opinskáu fólki sem elskar að vera til.

Uppáhaldsbók?

Man það ekki. Man ekkert lengur og er hætt að lesa.

Hver er þín fyrirmynd?

Of margar til að þylja upp.

Ef þú ættir þrjár milljónir til að eyða í eitthvað – hvað yrði það? (bannað að segja skuldir)

Fara með drenginn minn á framandi stað í nokkra mánuði til að upplifa og læra eitthvað sem ekki finnst í 101 Rvík.

Twitter eða Facebook?

Facebook.

Hvaða hlutar gætir þú ekki verið án?

Má það vera eitthvað sem maður jórtrar? Gæti ekki verið án nikótíntyggjós.

Hvað óttastu mest?

Fjallvegi í bíl með þverhnípi á aðra hönd, þar sem of langt er niður á jafnsléttu.

Hvaða tónlist er á spilunarlistanum?

Sem keyrir upp gleðina þegar ég fer út að hlaupa eða inn að dansa.

Áttu þér eitthvað „guilty pleasure”?

Íslenskur (eða skandinavískur) lakkrís, salmíakbrjóstsykur, rauðvín, bjór, nikótín, skyndibitagúmmulaði. Sé reyndar ekkert „guilty” við neitt af þessu, en finn á sumu samferðafólki að þetta þykir ekki við kæfi hjá 46 ára gamalli hóflega menntaðri konu.

Hvar er hægt að fylgjast með þér?

Humm. Á Stöð 2?

Hvað er framundan hjá þér í vor?

Vonandi að koma nýjustu þáttaröðinni minni í loftið á Stöð 2 – „Hvar er best að búa?”. Var svo fáránlega heppin að fá að ferðast til 3ja heimsálfa, 6 landa og 7 borga með Agli Aðalsteinssyni og Friðriki Friðrikssyni kvikmyndatökumönnum, til að taka upp efni í þættina. Við heimsóttum íslenskar fjölskyldur sem ákváðu að láta drauminn um að búa í útlöndum rætast. Það var ekki leiðinlegt.

Lóa og Egill Aðalsteinsson slaka á eftir 30 daga ferða- og tökutörn.

Eitthvað annað sem þú vilt að komi fram?

Neinei. Nema bara að ef ykkur langar að daðra við útþrána, kitla drauminn um að prófa eitthvað nýtt, þá mæli ég með því að þið horfið á „Hvar er best að búa?” þegar þeir fara í loftið.

Eyðimörkin í Qatar var einn áfangastaða Lóu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.