fbpx
Laugardagur 27.september 2025

Ofureinföld chilí tómatsúpa sem bræðir hjörtu

Ritstjórn Bleikt
Sunnudaginn 12. febrúar 2017 13:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við hreinlega elskum góðar súpur sem tekur örskamma stund að útbúa eftir langan vinnudag. Þessi er sérstaklega einföld og virkilega bragðgóð. Hún er bragðmikil en ekki það sterk að börn geti ekki notið hennar. Í miklu uppáhaldi…

Chilí tómatsúpa

2 laukar, skornir gróft
2 hvítlauksrif, smátt skorin
1 msk tómatmauk (puré)
400 g tómatar í dós
2 1/2 dl grænmetissoð
1/4 dl rjómi
1/2 tsk chilí flögur
1/2 tsk cayenne pipar
salt og pipar
parmesan

Setjið smjör eða olíu í pott og steikið lauk og hvítlauk við vægan hita.
Bætið tómatmauki, tómötum, chilíflögum og cayennepipar saman við og hrærið vel saman.
Bætið grænmetissoðinu saman við og látið malla í um 15 mínútur.
Eftir 15 mínútur skuluð þið mauka súpuna með töfrasprota (eða skella í matvinnsluvél/blandara).
Bætið því næst rjóma saman við, stillið á vægan hita og smakkið til með salti og pipar.
Bætið vatni saman við ef ykkur finnst súpan vera of þykk.
Setjið súpuna í skálar og stráið parmesan og basilíku yfir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“

Hrósar Frey í hástert – „Hann er að skapa geðveika stemningu“
Fókus
Fyrir 6 klukkutímum

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?

Matargyðjan er með ráð undir rifi hverju – Hver eru stærstu mistökin sem gestgjafi gerir?
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum

Eitt af helstu undrum veraldar sagt vera að glata ljóma sínum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

United hugar að breytingum á nýja vellinum – Sleppa líklega sirkustjaldinu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.