fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025

Bananabrauð Olgu Helenu

Ritstjórn Bleikt
Laugardaginn 25. mars 2017 18:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég komst yfir þessa uppskrift fyrir nokkrum árum og frá því að ég bakaði þetta brauð fyrst hefur það verið í miklu uppáhaldi enda bráðhollt og fáránlega gott. Þetta brauð er skothelt, passar einhvern veginn við öll tilefni. Stundum kemur það fyrir að ég baka nokkur brauð í einu, sker þau niður, frysti og tek svo 2-3 sneiðar með í skólann/vinnu.

Brauðið er sykur-, ger- og hveitilaust og mæli ég með því sem millimál á matarplaninu fyrir mína kúnna. Það er algengt að ef fólk heyrir að eitthvað matarkyns sé sykurlaust þá ákveður það fyrirfram að það sé ekki gott. Í þessu tilfelli þá þarf bara engan sykur, bananarnir gefa svo sætt og gott bragð og stevían gerir gæfumuninn. Ég hef allavega ekki enn hitt manneskju sem að finnst þetta brauð ekki gott.

Mæli með að prófa að baka þetta góða bananabrauð!

Bananabrauð

6 dl haframjöl
 (ég nota tröllahafra)
2 dl eggjahvítur
 (kaupi eggjahvítur í brúsa)
2 heil egg
1 dl möndlumjólk (einnig hægt að nota soja eða venjulega mjólk)
1 matskeið kanill
1-2 tappar vanilludropar
1-1 1/2 matskeið Stevía
1 teskeið lyftiduft
3 meðalstórir bananar

Einnig er gaman að breyta til og láta t.d. gróft kókosmjöl, sólkjarnafræ eða graskersfræ í uppskriftina.

Ofninn stilltur á 180°C, helst með blæstri. Öllum hráefnunum hrært vel saman, banana stappaðir niður og bætt við i lokin. Spreyja Pam-sprey í bökunarform og bakað í miðjum ofni í kringum 40-50 mínútur.

Stevia fæst í Hagkaup, Bónus, Krónunni og fleiri stöðum. Prófa sig áfram með hana, mjög bragðmikil og við þurfum ekki mikið.

Þá er það bara að henda í eitt brauð, smyrja á það smá smjöri og osti meðan það er enþá heitt og njóta án samviskubits.

❤ Olga Helena

Ef þið viljið fylgjast með mér:

Snapchat: olgahelenao
Instagram hér
Facebook hér


Uppskriftin birtist fyrst á Lady.is

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar

Lykilmaður Liverpool sagður nálgast samkomulag við Bayern – Kemur þá frítt næsta sumar
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn

Sárnar það að hafa verið kallaður sæðisgjafi og segist ekki fá að hitta son sinn
Fókus
Fyrir 17 klukkutímum

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“

8 hlutir sem Sara hefði viljað vita áður en hún hóf heilsuvegferð sína – „Trúðu mér, ef ég gat þetta þá getur þú það líka“
Eyjan
Fyrir 20 klukkutímum

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili

Dagur B. Eggertsson: Krónuvextirnir eru þrefaldir á við evruvextina – hrikaleg byrði á íslensk heimili
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Stuðningsmenn Tottenham bauluðu á þessa ákvörðun Thomas Frank í gær

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.