fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Draumur Inklaw-pilta um Justin Bieber rættist – RFF 2017

Ritstjórn Bleikt
Fimmtudaginn 23. mars 2017 09:04

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inklaw Clothing var stofnað 2014 af nokkrum vinum í Reykjavík. Fötin þeirra eru í afslöppuðum götustíl og undir áhrifum hip-hop menningar. Inklaw er eitt merkjanna sem tekur þátt í Reykjavík Fashion Festival næstu helgi í Hörpunni.

Við fengum Guðjón Geir Geirsson, einn aðstandenda Inklaw til að svara nokkrum spurningum fyrir lesendur Bleikt.

Guðjón Geir Geirsson

Gjörið svo vel!

Vivienne Westwood býður þér í kvöldverð – í hverju ferðu og hvern tekur þú með þér?

Ég færi líklegast í svörtum rifnum gallabuxum, oversized svartri skyrtu og leðurjakka. Ég tæki líklegast strákana í Inklaw með mér sú blanda klikkar ekki.

Hvaða stórstjörnu mundirðu vilja sjá í fötunum þínum?

Fyrir ári síðan hefði ég sagt Justin Bieber en sá darumur varð að veruleika þannig ég myndi örugglega segja Wiz Khalifa, A$AP ROCKY og Neymar JR.

Lýstu hönnun þinni í 5 orðum?

Ég myndi segja að Inklaw væri minimalískur og einfaldur götufatnaður

Ef þú mættir bara klæðast tveimur litum í heilt ár, hvaða litir yrðu það?

Svartur og hvítur.

Nefndu þrjár persónur eða atriði sem hafa mikil áhrif á hönnun þína?

Ég myndi segja að tónlist hafi mestu áhrifin á mig, þá aðalega hiphop, bæði myndbönd og sviðsframkoma hjá listamönnum.

Hvaða tónlist er í spilaranum?

Í þessum töluðu orðum er það nýja platan með Future „Future”

Hvar verður þú eftir fimm ár?

Vonandi verð ég með strákunum í Inklaw að gera það sem við elskum að gera nema á hærra leveli.

Hvað er best við RFF?

Það besta við RFF er hvað hátíðin er frábært tækifæri til að kynna merkið okkar betur bæði hér heima og einnig erlendis.

Hvar er hægt að fylgjast með ykkur?

Það er hægt að fylgjast með Inklaw á Instagram undir @Inklawclothing

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik

United ætlar óvænt að framlengja samninginn – Enn ekki spilað deildarleik
433Sport
Fyrir 5 klukkutímum

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal

Fá slæmar fréttir fyrir leikinn gegn Arsenal
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 klukkutímum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt

Þorsteinn Pálsson skrifar: Tómarúm fyllt
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin

Lengjudeildin rúllar af stað á morgun – Svona er dagskráin
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum

Palestínski fáninn verður leyfður í Eurovision höllinni en keppendur mega ekki lengur flagga regnbogafánanum
Fréttir
Fyrir 19 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.