fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025

Konan sem er að trylla íslenska prjónara úr spenningi!

Ritstjórn Bleikt
Þriðjudaginn 7. mars 2017 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðasta haust stóðum við hjónin frammi fyrir því að reyna að finna fleiri tekjumöguleika fyrir sauðféð, eða hætta að vera með kindurnar,“ segir Hulda Brynjólfsdóttir, en hún er konan sem er að gera íslenska prjónara, já og reyndar prjónara víða um heim, mjög spennta um þessar mundir.

Hulda er kennari og bóndi, fædd og uppalin í sveit og hefur alltaf haft hesta, hunda og kindur í kringum sig. Hulda býr núna í Rangárvallasýslu.

„Þegar ég flutti í hingað var ég fyrst um sinn án hesta og kinda, en hafði hund með mér og þá kom mér á óvart að það voru kindurnar sem ég saknaði mest. Þannig að þegar ég flutti á sveitabæ, var fljótlega farið í það að fjölga fénu sem þar var og nú get ég líka titlað mig sem sauðfjárbónda.“

Hulda hefur alltaf haft áhuga á því sem var gert í gamla daga og hvernig þjóðin lifði af erfiðar aðstæður. „Þar kom sauðkindin sterk inn. Útvegaði mat og fatnað á alla íbúa landsins. Hélt hita á þjóðinni ef svo má segja.“

Ástæðan fyrir spenningnum meðal prjónaranna er sú að Hulda er að reyna að koma á laggirnar spunaverkstæði fyrir íslensku ullina.

Hulda hefur spunnð sjálf á rokk og snældu í rúm 4 ár síðan hún komst í félagsskap kvenna sem kunna að spinna. „Ég hef sótt námskeið með þeim í listspuna og jurtalitun og kann orðið aðeins til verka í ýmsum þáttum tóvinnu, þó ég sé kannski enginn sérfræðingur.“
Áhuginn óx og hún ákvað að reyna að stofna stærra spunaverkstæði með vélum frá Kanada. Um er að ræða litla verksmiðju sem verður miklu, miklu minni en spunaverksmiðja Ístex sem er sú eina á landinu í dag. Ístex er fyrirtækið sem framleiðir lopann sem við þekkjum svo vel og elskum svo heitt.


„Við ætlum að flytja vélar frá Kanada til landsins og hefja vinnslu á ullinni okkar og ull annarra bænda til að búa til garn eða hráefni sem handverksfólk getur nýtt til að vinna úr. En íslenska ullin er magnað hráefni sem hægt er að nýta til ótalmargra hluta.“


Vélarnar eru væntanlegar til landsins í júní.

„Þá munum við byrja að æfa okkur að nota þær og hanna þær vörur sem verða í boði fyrir viðskiptavini. En við munum einnig bjóða öðrum ullareigendum að koma til okkar með ullina sína og fá hana unna að eigin óskum. Við munum fyrst og fremst vera með 100% hreina íslenska ull í ekta sauðalitum. Ekki verður um litaða sauðaliti að ræða, heldur ekta.“

Við á Bleikt segjum HÚRRA FYRIR SAUÐKINDINNI og hvetjum lesendur til að leggja verkefninu lið í gegnum Indiegogo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433
Fyrir 12 klukkutímum

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter

Allt jafnt í hálfleik hjá Barcelona og Inter
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“

Tók sér margra vikna frí eftir fegrunaraðgerð og stærði sig af kynlífi sínu – „Við stunduðum kynlíf í sundlaug í margar klukkustundir“
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“

Karl konungur um greininguna – „Ógnvekjandi reynsla að vera sagt að þú sért með krabbamein“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Svona líta 16-liða úrslitin út

Svona líta 16-liða úrslitin út
Fókus
Fyrir 16 klukkutímum

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Hann tók þátt í að ræna Kim Kardashian og skrifaði svo bók um það – Nú sér hann eftir öllu

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.