fbpx
Laugardagur 25.október 2025

Kylie Jenner útskýrir af hverju hún hætti með Tyga: „Við munum alltaf hafa einstök tengsl“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 21. ágúst 2017 11:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kylie Jenner og Tyga hættu saman í mars á þessu ári eftir næstum þriggja ára samband. Öll slúðurpressan var á nálum í kjölfarið en Kylie og Tyga tjáðu sig hvorug um sambandsslitin opinberlega. Nú hefur Kylie loksins tjáð sig um þau, en hún gerði það í raunveruleikaþættinum sínum „Life of Kylie.“

Hún segir ástæðuna fyrir því að hún hætti með honum ekki vera út af einhverju stóru rifrildi eða að það hafi verið eitthvað slæmt á milli þeirra.

„Það var alls ekki neitt að sambandinu okkar. Hann og ég munum alltaf, alltaf hafa einstök tengsl,“

segir Kylie.

„Það var ekkert brjálað rifrildi. Við ákváðum, eða ég ákvað að ég er mjög ung. Ég vil ekki horfa til baka eftir fimm ár og líða eins og hann hafi tekið eitthvað frá mér þegar hann er alls ekki sú týpa.“

Þá vitum við það! Kylie gefur einnig í skyn að hún sé að hitta einhvern. Hún bendir á blómin heima hjá sér og segist vona að sá sem hún er að hitta sé gagntekin af henni.

Kylie hefur aldrei staðfest samband sitt við Travis Scott en það eru ekki nýjar fréttir að þau eru að slá sér upp saman. Bleikt fjallaði fyrst um mögulegt samband þeirra í apríl en þá fóru sögusagnir fyrst að ganga um samband þeirra. Þau fóru að sjást sífellt oftar saman í kjölfarið, eins og í fremstu röð á körfuboltaleik og hönd í hönd á Coachella.

Kylie Jenner og Travis Scott

Í júní greindum við frá því að Kylie og Travis fengu sér parahúðflúr. Þau fengu sér bæði lítið fiðrildi á ökklann og deildu myndum af húðflúrunum á Snapchat.

Í þættinum talar Kylie einnig um hversu erfitt það er að hitta einhvern og byrja samband með einhverjum. Lygar og kjaftasögur eiga það til að stjórna Internetinu og mikið af því sem er sagt um hana er ekki satt. Hún segir að það getur verið erfitt að heyra sífellt skoðanir annarra á þeim sem hún er að hitta og að fólk veit ekki hvernig hún er í sambandi.

Sjá einnig:

Kylie Jenner og Travis Scott fá sér parahúðflúr

Rómantíkin blómstrar hjá Kylie Jenner og Travis Scott – Nýjar myndir

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri

Vestri og Afturelding féllu úr Bestu deildinni – KR bjargaði sér með öflugum sigri
Fókus
Fyrir 7 klukkutímum

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar

Varð fyrir hryllilegu áfalli en þá kom Vigdís til hjálpar
Fókus
Fyrir 9 klukkutímum

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?

Rýnt í skjáinn: Er Felix og Klara íslenskasta sjónvarpsþáttaröð allra tíma?
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai

Fagnaði fertugsafmælinu í Dubai
Fókus
Fyrir 12 klukkutímum

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“

„Held að allar bækur sem ég les hafi einhver áhrif“
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið

Hefur ekki spilað fyrir Tottenham í tæpt ár vegna meiðsla – Er samt valinn í landsliðið
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“

Sagan verður skrifuð í dag – „Geðveik og brútal á sama tíma“
Fókus
Fyrir 14 klukkutímum

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Paradísa sagði skilið við fegurðarsamkeppnir: „Ég hef séð þær vera niðurlægðar fyrir framan fjölskylduna sína“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.