fbpx
Föstudagur 02.maí 2025

Stjörnumerkin: Áramótaspá 2018 – Krabbi

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 9. janúar 2018 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Anna Lóa Ólafsdóttir heldur úti Facebooksíðunni Hamingjuhornið, en það var stofnað árið 2011.

Í Hamingjuhorninu eru fróðlegir og innihaldsríkir pistlar um þætti sem snúa að samskiptum, persónulegum áskorunum og lífsins leyndardómum. Og þar má finna áramótaspá fyrir stjörnumerkin.

Hér er áramótaspáin fyrir Krabbann 21. júní – 22. júlí.

Krabbi
Kæri krabbi – verð að segja þér í byrjun að það er dásamleg spá sem kemur hér í spilunum. Vona svo innilega að þú getir tekið eitthvað af þessu til þín. Byrja á því að skoða árið sem er að líða undir lok. Það mætti segja mér að einhverjir þættir lífs þín hafi gengið vel upp á árinu. Svona rétt eins og vonir þínar og óskir hafi ræst, efnahagurinn batnað og veraldlegar gjafir streymt til þín sem umbun fyrir vel unnin störf. Spilin sýna að ákveðnar áhyggjur hafi smám saman dofnað og óttinn minnkað. Þetta hefur stundum verið ótrúlegt og þú ekki alveg verið viss um að þetta væri að gerast. En þetta hefur verið skemmtilegur tími þar sem þú hefur loksins getað slakað á og notið fleiri ánægjustunda í lífinu. Lífið er alltaf að senda okkur verkefni – en við verðum líka að læra að njóta lífsins þegar við getum leyft okkur það. Vona svo sannarlega að þetta eigi við í þínu tilviki.

Hvað sem hefur verið í gangi á síðasta ári þá fylgir það þér inn í þetta ár. Þetta er fallegur tími þar sem þú kæri krabbi hefur verið blessaður með svo margt gott í lífi þínu. Fjölskyldan er kærleiksrík og styður þig. Þú vinnur mikið en þú upplifir frið og sátt þegar þú kemur heim. Þú ert í góðu sambandi við þá sem standa þér næst, bæði fjölskyldu og vini.

Sambönd geta verið mikil vinna. En þau eru samt þess virði. Vonir þínar og draumar eru rétt handan við hornið. Ef það er fallegt og friðsælt fjölskyldulíf sem þú ert að leita eftir þá ertu á réttri leið. Þetta er mjög gott spil og töfraorðin hér eru – hamingja og endir á streitutímabili.
Árið framundan einkennist áfram af jákvæðum þáttum. Líkt og einhver dásamleg gjöf sé á leið til þín. Með þessari gjöf upplifir þú ástríðu, tækifæri og innblástur. Þetta er tímabil aðgerða þar sem þú ert hvattur til að takast á við verkefni sem eru hvetjandi fyrir þig og gera á sama tíma breytingar á lífi þínu. Ekki hika við að taka skrefin áfram. Þú þarft ekki að þekkja hvert einasta skref og hvert það leiðir þig. Taktu þau eitt og eitt í einu – en aðal atriðið er að taka bara af skarið og byrjaðu.
Þér gæti verið boðið nýtt starf eða stöðuhækkun eða jafnvel séð tækifæri til að stofna þitt eigið fyrirtæki. Taktu á móti nýjum verkefnum og ævintýrum með opnum örmum. Ekki er ólíklegt að þú fáir fréttir af einhverjum úr þínum innsta hring sem á von á barni. Eitthvað yndislegt liggur í loftinu. Nýjar og ferskar hugmyndir eru í loftinu og láttu endilega reyna á þær.
Kæri krabbi – leyfðu þér að njóta þessa tímabils. Það hvíslaði að mér lítill fugl að þú eigir það inni og þá er að taka á móti með opnum örmum og trúa því að lífið geti líka verið akkúrat svona!

Kærleikskveðja frá mér!
Anna Lóa

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt

Spilaði lengi með einum besta framherja heims – Bjóst ekki við að hann myndi ná svona langt
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp

Hafa ekki heyrt í honum í fimm daga: Sást síðast á lestarstöð – Biðja almenning um hjálp
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma

Undirbúa stórt tilboð í leikmenn sem fáir kannast við – 25 ára gamall og vakti mikla athygli á stuttum tíma
Fókus
Fyrir 11 klukkutímum

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“

Framleiða þætti eftir bók Elizu – „Ég er ótrúlega spennt að sjá mína fyrstu skáldsögu vakna til lífs á sjónvarpsskjánum“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“

Efling lætur Morgunblaðið heyra það – „Mikið óskaplega er þetta smámannleg fyrirsögn“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“

Þurfti að sannfæra mömmu sína sem var reið eftir misheppnuð kaup – ,,Sagði við hann að þau ættu okkur ekki skilið“
Eyjan
Fyrir 16 klukkutímum

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Hæðast að stjórnarandstöðunni fyrir „vandræðalegan“ fund – „Hversu lengi ætlar íhaldið að halda þessum skrípaleik áfram?“

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.