fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Matur

Bollakökur með rjómaostakremi að hætti Hrönn Bjarna

Aníta Estíva Harðardóttir
Laugardaginn 17. mars 2018 15:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hrönn Bjarnadóttir viðburðastjóri, bloggari og snappari (hronnbjarna) finnst fátt skemmtilegra en að baka og skreyta. Á dögunum bakaði Hrönn Red Velvet bollakökur með rjómaostakremi og fyrir fermingarmyndartöku og gaf hún Bleikt.is góðfúslegt leyfi til þess að deila uppskriftinni með lesendum:

Red velvet bollakökur með rjómaostakremi:

Kökurnar

  • 2,5 bolli hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 1 msk kakó
  • 1 tsk salt
  • 1 tsk matarsódi
  • 2 egg
  • 1,5 bolli matarolía
  • 1 bolli súrmjólk
  • 1 msk edik
  • 1 tsk vanilludropar
  • rauður gel matarlitur

Hitið ofninn í 175°. Blandið þurrefnum saman og leggi til hliðar. Blandið vel saman eggjum, matarolíu, súrmjólk, edik og vanilludropum og hrærið loks þurrefnum útí blönduna. Best að gera þetta í hrærivél. Hellið svo smá rauðum matarlit í deigið þannig að það taki á sig rauðan lit.

Hellið í bollakökuform og bakið í ca 20 mínútur eða þar til prjónn sem er stungið í kökuna kemur hreinn út. Leyfið að kólna algjörlega áður en kremið er sett á.

Kremið

  • 230g rjómaostur
  • 1 bolli mjúkt smjör
  • 1 tsk vanilludropar
  • 6 bollar flórsykur

Sigtið flórsykur og leggið til hliðar. Hrærið rjómaosti og mjúku smjöri saman í hrærivél þar til vel samblandað. Bætið vanilludropum útí. Bætið loks flórsykri útí blönduna hægt og rólega þar til allt er vel blandað saman. Best er að kæla kremið aðeins áður en því er sprautað á kökurnar af því það má ekki vera of lint. Setjið kremið í sprautupoka með fallegum sprautustút og sprautið á kökurnar. Ég notaði rósastút frá Wilton á mínar kökur. Geymast vel í kæli í loftþéttu boxi í 2 daga.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
18.04.2025

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa

Bakaðu páskahreiður Láru og Ljónsa
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
05.02.2025

„Það vantar meiri kærleik!“

„Það vantar meiri kærleik!“
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði
Matur
02.09.2024

Vel heppnað Kjúklingafestival

Vel heppnað Kjúklingafestival