fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
433

Gylfi Þór: Við þurfum að vinna leikinn

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 4. október 2017 07:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hörður Snævar Jónsson skrifar frá Antalya:

,,Við erum í fínum málum,“ sagði Gylfi Þór Sigurðsson stjarna Íslands í samtali við 433.is í Tyrklandi í dag.

Íslenska landsliðið æfir nú í Antalya og undirbýr sig fyrir leikinn við Tyrklandi í undankeppni HM á föstudag.

Íslenska liðið gæti sætt sig við jafntefli á föstudag á meðan Tyrkir þurfa sigur, hugarfarið í íslenska hópnum er samt þannig að sækja stigin þrjú sem eru í boði.

,,Möguleikarnir eru fínir, við erum að spila á móti öðruvísi liði en í fyrri leiknum. Þeir eru með annan þjálfara, kjarninn af hópnum er sá sami. Þetta er á erfiðum útivöllum, hugarfarið hjá okkur ætti að vera fara og vinna leikinn. Það hefur gengið vel þannig, fara í leikinn svipað og á móti Úkraínu.“

,,Við ætlum ekki að spila upp á jafntefli, við þurfum að vinna leikinn ef við ætlum að eiga séns á að ná fyrsta sætinu.“

Gyfli segir að það hjálpi strákunum að þekkja aðstæður í Tyrklandi eftir leikinn við heimamenn fyrir tveimur árum í undankeppni EM.

,,Við erum með sama hóp og þá, það er gott að hafa það í reynslubankanum. Við erum með meiri reynslu og gæðu núna.“

Viðtalið er í heild hér að ofan og neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær

Þetta hefur ofurtölvan að segja um möguleika Arsenal eftir höggið í gær
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi

Segir frá því hver er sá frægasti til að senda henni skilaboð og hvað hann vildi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar

Erik ten Hag gæti landað mjög stóru starfi í sumar
433Sport
Í gær

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag

Amorim fékk tvö frábær tíðindi á æfingu í dag