fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Fjölmiðlar þurfa fleiri konur

Frábær mæting á magnaðan fund um konur og fjölmiðla

Margrét Gústavsdóttir
Föstudaginn 6. október 2017 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mæting var til fyrirmyndar á fundi sem Árvakur, FKA og Creditinfo stóðu fyrir miðvikudaginn 4. október. Fundurinn var hluti af fjölmiðlaverkefni sem hófst árið 2013 en tilgangur þess er að vekja athygli á hlutdeild kvenna í fjölmiðlum.

Enn vantar töluvert upp á að sýnileiki kvenna á þessum vettvangi endurspegli samfélagið eins og það er í raun. Á fundinum kom meðal annars fram að ef þróunin héldi áfram með sama hraða og verið hefur undanfarna áratugi mun jöfnu hlutfalli ekki náð fyrr en árið 2095.

Sérlegur heiðursgestur fundarins var Mary Hockaday frá BBC. Hún hefur starfað hjá breska ríkisútvarpinu í rúm 30 ár og leiðir nú þróun og uppbyggingu hjá BBC World Service. Hulda Bjarnadóttir og Danielle Neben hjá FKA, Marta María Jónasdóttir, Haraldur Johanessen og Anna Lilja Þórisdóttir frá Árvakri og Þórey Vilhjálmsdóttir töluðu einnig á fundinum en erindi þeirrar síðastnefndu, sem fjallaði um lekamálið svokallaða, þótti sérlega áhrifamikið.

Fundargestir lögðu glaðir sitt af mörkum og stilltu sér upp þegar ljósmyndari Birtu mætti til leiks enda einróma um að fjölmiðlar ættu að endurspegla raunveruleika samfélagsins.

Mynd: BB

Fundargestum var boðið upp á viðeigandi eldsneyti.
Hvítvínskonur? Fundargestum var boðið upp á viðeigandi eldsneyti.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður

Íslensk hundanöfn hafa tekið miklum breytingum – Þetta hétu hundarnir á öldum áður
Fókus
Fyrir 2 dögum

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra

Aðeins ein sýning á einstakri mynd um þjálfara körfuboltaliðs fatlaðra
Fókus
Fyrir 3 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun