fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Smári segir ummæli biskups óviðeigandi: „Innantómur siðferðisboðskapur er úreltur“

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. október 2017 10:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Agnes M. Sigurðardóttir biskup Íslands og Smári McCarthy þingmaður Pírata. Samsett mynd/DV

Smári McCarthy þingmaður og oddviti Pírata í Suðurkjördæmi segir ummæli Agnesar M. Sigurðardóttur biskups Íslands vera mjög óviðeigandi íblöndun í pólitískt mál rétt fyrir kosningar. Vísar Smári til orða Agnesar í gær þar sem hún sagði það ekki siðferðislega réttlætanlegt að stela gögnum til þess að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós.

Sjá einnig: Biskup Íslands: Ekki réttlætanlegt að stela gögnum til að afhjúpa mál

Smári segir í grein sem hann ritar í Morgunblaðið í dag að vandinn við ummæli biskups sé margþættur:

Und­ar­leg­ast­ur þykir mér þó sá tónn að það sé óeðli­legt að veit­ast að vald­inu, held­ur eigi bara að trúa og treysta og vera helst ekk­ert að skipta sér af. Þessi skila­boð eru svo sett í sam­hengi við siðbót,

segir Smári. Segir hann að leyndarhyggja kaþólsku kirkjunnar hafi verið hvati til siðbótar Marteins Lúthers á sínum tíma, upplýsa almenning um hvað stendur í Biblíunni, siðbót sem hafi verið drifin áfram af löngun til að koma í veg fyrir valdamisnotkun:

Líkt er farið með stjórn­mál­in í dag. Bjarni Bene­dikts­son hef­ur lagt fram túlk­un á at­b­urðarás­inni í kring­um eign­ar­hald sitt á fyr­ir­tæki í skatta­skjól­inu Seychell­es-eyj­um og heppi­legri tíma­setn­ingu á sölu sinni á eign­um í Sjóði 9. Sú túlk­un hef­ur ít­rekað verið dreg­in í efa. Nú koma fram upp­lýs­ing­ar sem sýna að túlk­un­in er hel­ber þvætt­ing­ur, og sýna að blekk­ing­um var beitt í skjóli valds.

Segir Smári að fjölmiðlar í dag séu í hlutverki Marteins Lúters, að mótmæla valdamisnotkun, upplýsa um sannleikann og skapa grundvöll fyrir hreinskilni:

Inn­an­tóm­ur siðferðisboðskap­ur er úr­elt­ur. Sann­leik­ur­inn er ekki einka­eign kirkj­unn­ar, né held­ur leik­tæki for­sæt­is­ráðherra. Sann­leik­ur­inn er sjálf­stæður að verðleik­um og skal verja með öll­um ráðum, eða öðrum kosti missa hann að ei­lífu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu