fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Bjarni opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi VG og Sjálfstæðisflokks – Katrín útilokar ekkert

Ari Brynjólfsson
Þriðjudaginn 24. október 2017 12:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna og Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins. Samsett mynd/Sigtryggur Ari

Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er opinn fyrir ríkisstjórnarsamstarfi með Vinstri grænum og segir að það kunni að vera að myndun breiðrar ríkisstjórnar sé það sem fólk sé að kalla eftir. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn mælast stærstu flokkarnir í skoðanakönnunum að undanförnu og má því slá því á föstu að annar hvor flokkurinn verður í næstu ríkisstjórn. Fylgi flokkanna hefur sveiflast lítillega í könnunum að undanförnu og þar sem ekki liggur fyrir hvort, eða hvaða, flokkar sem mælast með fylgi í kringum 5 prósenta þröskuldinn ná inn á þing þá er ómögulegt að sjá hvort Vinstri græn og Sjálfstæðisflokkur verði með nógu marga þingmenn til að mynda tveggja flokka stjórn.

Bjarni segir í kosningaþætti Hringbrautar að það sé möguleiki á að mynda stjórn með Vinstri grænum eftir kosningar:

Einhver möguleiki er á því. Við reyndum það í fyrra. Ég sagði þá og ég get sagt nákvæmlega sama hlutinn núna. Mér finnst, ef við horfum yfir stöðuna í samfélaginu, hvar erum við stödd í þessari hagsveiflu, hver er staðan á Íslandi. Þá segi ég, við þessar aðstæður, þær aðstæður sem eru núna uppi, þá eru meiri líkur á því að flokkar sem hafa langt á milli sín í stærri stefnumálum geti náð saman heldur en í kreppu,

segir Bjarni. Bjarni var ekki viss hvort ríkisstjórnarsamstarf með Vinstri grænum væri afleitur leikur eða hvort það myndi auka stöðugleika í stjórnmálunum:

Það kann að vera að myndun breiðrar ríkisstjórnar eftir allan þann óróa sem hefur verið á pólitíska sviðinu sé það sem fólk er að kalla eftir. Að fólk sjái að fólk sé tilbúið að teygja sig til andstæðinga sinna til þess að leita að bestu mögulegu lausn við þær aðstæður sem við búum við núna fyrir landsmenn alla.

Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna hefur ekki viljað útiloka samstarf við Sjálfstæðisflokkinn, en hún hefur sagt að hún vilji frekar reyna að mynda stjórn með flokkum til vinstri og á miðjunni, aðspurð hvers vegna hún vilji ekki útiloka Sjálfstæðisflokkinn fyrir kosningar sagði Katrín:

Þetta snýst um að læra af reynslunni. Fyrir síðustu kosningar gerðu flokkar fátt annað en að útiloka hver annan og það skilaði sér í nokkurra mánaða taugatitringi eftir kosningar. Ég segi bara alveg skýrt og klárt, við erum með stefnuna, við viljum fara í uppbyggingu á samfélagsinnviðum, við erum búin að leggja fram hvernig það er hægt. Við viljum leiða ríkisstjórn sem hefur þessi markmið með þeim sem vilja vinna með okkur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu