fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
433

Barcelona og Coutinho vilja klára allt nú í janúar

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 4. janúar 2018 12:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Melissa Reddy sem áður var starfsmaður Liverpool og starfar nú hjá Goal.com segir að Barcelona sé að leggja lokahönd á tilboð sitt í Philippe Coutinho.

Reddy segir að tilboðið verði í kringum 150 milljónir evra og verður Coutinho dýrasti leikmaður í sögu Börsunga.

Ef kaupin myndu ganga í gegn verðu Coutinho þriðji dýrasti leikmaður sögunnar á eftir Neymar og Kylian Mbappe sem PSG keypti í sumar.

40 milljónir evra af kaupverði Coutinho yrði í formi bónusa en Reddy segir líklegt að allar þær greiðslur myndu koma til Liverpool á endanum.

Rætt hefur verið um að klára málið en Coutinho færi ekki til Katalóníu fyrr en í sumar, Reddy segir að Barcelona og Coutinho vilji klára allt í janúar.

Josep Maria Bartomeu forseti Barcelona og Kia Joorabchian umboðsmaður Coutinho vinna nú að málinu.

Melissa Reddy ásamt Jurgen Klopp.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni

Þóroddur verður við störf á leik Crystal Palace í vikunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar

Arteta kvartar undan álagi á liði sínu og krefst þess að deildin geri breytingar
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli

Carragher telur að Slot verði að taka á þessu ótrúlega vandamáli
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“

Helgi Hrannar segir upp störfum í Garðabæ – „Vond ákvörðun og þá er best að yfirgefa sviðið“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina

Stefnir í slag í London um spænsku markavélina