fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433

United mun leggja fram tilboð ef Tottenham ákveður að selja

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 28. mars 2018 18:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United ætlar sér að leggja fram tilboð í Toby Alderweireld, varnarmann Tottenham ef Lundúnarliðið ætlar sér að selja hann en það er Manchester Evening News sem greinir frá þessu í dag.

Alderweireld hefur verið sterklega orðaður við brottför frá félaginu að undanförnu en hann vill fá nýjan og betrumbættan samning hjá Tottenham.

Tottenham er hins vegar ekki tilbúið að hækka launin hans mikið og því íhugar félagið nú að selja hann á meðan það fær eitthvað fyrir hann.

Samningur hans við enska félagið rennur út sumarið 2019 en hann kom til Tottenham frá Atletico Madrid árið 2015 og hefur verið algjör lykilmaður í liðinu síðan þá.

Tottenham keypti hann á 16 milljónir evra á sínum tíma en hann er metinn á 40 milljónir evra í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu

Segir að hún og sonur sinn sitji undir hótunum eftir að hafa neitað að fara í trekant með stórstjörnu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga

Evrópumeistararnir sýndu hetju gærkvöldsins áhuga
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea

Umboðsmaðurinn útilokar endurkomu til Chelsea
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður

Tekjur United aldrei meiri en á síðustu leiktíð – Áfram taprekstur en miklu minni en árið áður
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg

Stjarnan þarf að borga sektina til KSÍ en segir mistökin hafa verið mannleg
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum

Rómantík í beinni: Daðursleg skilaboð virðast hafa skilað árangri – Leikkonan beit á agnið hjá boltastráknum