fbpx
Sunnudagur 19.maí 2024
Eyjan

Birgitta fer í fússi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 5. apríl 2018 22:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sá glöggi maður Guðmundur Rúnar Svansson skrifar:

Það var auðvitað ákveðið stílbrot á ferilskrá Birgittu að hún skyldi ekki hafa verið hætt í þessum flokki eins og öllum hinum sem hún var í. Annars er þetta ástæðan fyrir því að stjórnmálaflokkar reyna iðulega eins og þeir geta að koma forystumönnum sem hætta í góðar stöður. Fyrrverandi stjórnmálaforingjar geta verið algert helvíti í samskiptum jafnvel þó þeim leiðist ekki.

Guðmundur ritar þetta um Birgittu Jónsdóttur og fréttir þess efnis að hún sé hætt í flokki Pírata sem hún tók þátt í að stofna. Við höfum sterk nýleg dæmi um stjórnmálaforingja sem ekki geta sleppt.

Í viðtali við Stundina telur Birgitta að Píratar séu samdauna valdakerfinu:

Ég er að vonast til að Píratar taki sig saman í andlitinu varðandi þessi mál því ef við viljum breyta einhverju þá verðum við líka að breyta því hvernig við högum okkur innan kerfisins. Að verða ekki bara samdauna því og festast inni í þessum valdastrúktúr. Ég sé bara ekki neinn rosalegan mun á Pírötum og öðrum flokkum.

Og ennfremur:

Auðvitað er ég hundfúl yfir því að mér finnst þingflokkurinn ekki hafa gert neitt til að nýta sér mína þekkingu og reynslu. Eftir að ég ákvað að gefa ekki kost á mér áfram var mér markvisst haldið utan við alla kosningabaráttu flokksins.

Í greininni í Stundinni er rifjað upp að samstarfsörðugleikar hafi verið milli Birgittu og sumra annarra í Pírataflokknum – meðal annars Helga Hrafns Gunnarssonar.

Það stangast kannski aðeins á við þetta  að Píratar hafa sjaldan verið jafnmikið í sviðsljósinu og nú. Þeir hafa verið leiðandi í stjórnarandstöðunni, virkilega haldið ráðherrum og ríkisstjórninni við efnið, og keyrt áfram mál sem hafa komið henni í bobba.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“

Gagnrýnir skuldaaukningu Hafnarfjarðarbæjar – „Lántökur aukast umtalsvert milli ára“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræður forsetaframbjóðendanna sex – „Er ekki best að allir 12 frambjóðendur fái einn mánuð á ári í embætti?“
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í

Þorsteinn Pálsson skrifar: Þeir slá úr og í
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni

Viðtöl við forsetaframbjóðendur: Halla Hrund – Sömu gildi og byggðu upp Ísland eru lykillinn að framtíðinni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi

Sigmundur Ernir skrifar: Áhugafólk um okur á Íslandi
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi

Dagur hlessa á Guðlaugi Þór – Hafi nú tekið skoðun Dags upp á sína arma sem hann hafi skammast yfir lengi