fbpx
Fimmtudagur 14.ágúst 2025
FókusKynning

Ljúffengir hamborgarar og besti kjúklingaborgarinn í bænum

Kynning

Kjúklingastaðurinn Suðurveri

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 7. júní 2016 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kjúklingastaðurinn í Suðurveri er þekktur fyrir safaríka hamborgara og hefur verið það alla tíð. Að sögn Jóns Eyjólfssonar, eiganda staðarins, er Tröllaborgarinn vinsælastur en fast á hæla hans kemur hinn svokallaði Steikarhamborgari – sem er sannkölluð veisla fyrir bragðlaukana!

„Hann samanstendur af þunnt skornu, maríneruðu nautakjöti sem bráðnar í munni, béarnaise-sósu og „karmeliseruðum“ rauðlauk og smjörsteiktum sveppum. Að auki fæst hjá okkur besti kjúklingaborgarinn í bænum en hann er búinn til úr orginal kjúklingabringu sem er úrbeinuð á staðnum,“ segir Jón.
Það eru ein 6 hamborgaratilboð í gangi, t.d. Fjölskyldupakkinn sem inniheldur 4 hamborgara, stóran skammt af frönskum, kokteilsósu og gos.

Mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki

Mynd: Þormar Vignir Gunnarsson

Jón tók við rekstri veitingastaðarins í september 2006 og ári síðar var hann búinn að stækka og endurnýja allan staðinn. Kjúklingastaðurinn Suðurver er mjög vinsæll hjá fjölskyldufólki. Margir kjósa að njóta veitinganna í huggulegu umhverfi á staðnum en þeir sem vilja frekar borða heima taka matinn með sér. Afgreiðslan þykir sérlega góð enda hefur verið þróað skipulag á staðnum sem tryggir hraða og góða þjónustu.

Glæsilegt EM tilboð!

Í dag fer í gang frábært EM tilboð en það samanstendur af 8 kjúklingabitum (4 stórum og 4 minni bitum), frönskum og 2 lítra gosi. Verðið er aðeins 3. 845. krónur.

Frægar franskar kartöflur og leyniuppskrift

Frönsku kartöflurnar eru góðar en Jón velur alltaf hráefni úr hæsta gæðaflokki. Fjölmargir koma við á helgarrúntinum og kaupa stóran skammt af frönskum – og ekkert annað.
„Allar sósurnar sem fást á staðnum heimalagaðar frá grunni rétt eins og hrásalatið, sem er víst rómað í Reykjavík.
Í lokin verðum við að minnast á skorpuna á kjúklingabitunum á Kjúklingastaðnum Suðurveri sem er einstaklega góð og þykir einstaklega ljúffeng og fersk. „Viðkoman er ekki blaut eins og víða tíðkast á kjúklingaréttastöðum heldur akkúrat mátulega safarík. Margir hafa falast eftir uppskriftinni að kryddleginum sem myndar skorpuna en sú uppskrift er og mun alltaf verða leyndarmál,“ segir Jón og brosir.

Kjúklingastaðurinn Suðurveri
Stigahlíð 45–47
105 Reykjavík
Sími: 553-8890

Opið alla daga frá kl. 11.00 til 21. 30.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Kynning
09.10.2024

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV

Besti vinur Íslendinga snýr aftur – Nýr Mitsubishi Outlander PHEV
KynningMatur
28.07.2024

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum

Ný ásýnd Orku rakar inn verðlaunum
Kynning
08.06.2024

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu

Skyttan Rúnar líka hittinn á shuffleborðinu
Kynning
06.06.2024

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn

Frumsýna nýjan Škoda Kodiaq á laugardaginn
Kynning
29.03.2024

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“

„Sauna hækkar hjartsláttinn, eykur vellíðan, þú sefur betur. Saunað hreinsar allt út“
Kynning
27.03.2024

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 

Dreymir þig um lúxussiglingu um fallegustu eyjur Króatíu? – Gerðu drauminn að veruleika 
Kynning
14.02.2024

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri

Brimborg frumsýnir nýjan Peugeot E-208 – Kraftmeiri, meiri drægni og ómótstæðilega skemmtilegur í akstri
Kynning
26.01.2024

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7

Vetrarsýning Heklu – Frumsýnum Volkswagen Touareg og rafmagnaðan ID.7