fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
FréttirLeiðari

Er þjóðin hættuleg?

Kolbrún Bergþórsdóttir
Þriðjudaginn 21. júní 2016 06:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Stjórnmálamenn eiga að virða þjóð sína og lögregluyfirvöld eiga ekki að líta á hana sem ógnandi lýð sem þurfi að hafa stöðugar gætur á. Slæm mistök urðu við 17. júníhátíðarhöldin þegar almenningi sem lagði leið sína á Austurvöll var markvisst haldið frá því að geta fylgst með hátíðardagskránni. Svæðið var hólfað af á svo stórtækan hátt að þeir sem mættu á Austurvöll til að sjá og heyra fóru hálfgerða erindisleysu. Greinilegt var að nærveru þeirra var ekki óskað á þessum mikla hátíðardegi. Athöfnin var einungis fyrir fáa útvalda.

Fyrirmenni voru á Austurvelli við athöfn sem virtist ekki eiga að koma neinum öðrum mikið við, allavega ekki því fólki sem hafði gagngert komið til að njóta hennar. Í áratugi hefur eldra fólk komið prúðbúið á hverju ári á Austurvöll á 17. júní til að fylgjast með athöfninni og þangað kemur fólk með eftirvæntingarfull börn sem veifa íslenska fánanum. Nú var þess vandlega gætt að þetta fólk, og aðrir áhorfendur, sæi sem allra minnst af athöfninni. Eigum við að trúa því að þjóðin sé svo hættuleg að ekki megi hleypa henni að við athöfn eins og þessa?

Af fréttaflutningi að dæma virðist sem lögreglan hafi tekið þessa ákvörðun í samráði við forsætisráðuneytið og Alþingi vegna mótmæla sem voru á þessum sama degi í fyrra. Reyndar bendir forsætisráðuneytið nú á lögregluna og lögreglan bendir á forsætisráðuneytið, en þótt enginn vilji kannast við ábyrgð vita þeir sem þessa ákvörðun tóku vonandi upp á sig skömmina.

Alls ekkert benti til þess að fjölsótt mótmæli yrðu við Austurvöll á þjóðhátíðardaginn, líkt og var fyrir ári þegar ekki heyrðist til forsætisráðherra vegna hávaða mótmælenda. Mikil og hávær mótmæli voru vissulega á Austurvelli fyrir allnokkrum vikum en fjöruðu furðu hratt út, enda hafði forsætisráðherra landsins vikið og kosningum lofað með haustinu. Nú voru engin mótmæli boðuð en lögregluyfirvöld, og hugsanlega forsætisráðuneytið, virtust vera full tortryggni og gripið var til aðgerða sem gerðu að verkum að athöfnin á Austurvelli varð bara fyrir suma. Þetta er furðuleg ráðstöfun og vonandi ekki lýsandi fyrir það sem koma skal í samskiptum lögreglu við borgarana. Við búum í lýðræðisríki og ættum öll, þar á meðal stjórnvöld og lögregla, að fagna því þegar fólk kemur saman til að gleðjast en ekki búa okkur undir allt hið versta.

Það er ekki gott ef íslensk yfirvöld eru farin að gera sjálfkrafa ráð fyrir því að borgarar landsins missi stjórn á sér við hin ýmsu tækifæri. Fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa lýst yfir óánægju sinni vegna þess hvernig staðið var að málum þetta árið. Vonandi sjá menn í forsætisráðuneytinu að þarna var ekki vel að verki staðið. Innan lögreglunnar hljóta menn að átta sig á að mistök voru gerð á Austurvelli. Vonandi verður betur staðið að málum næsta ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar