fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Fókus

„Þetta heldur okkur í formi“

Meðlimir Hjálparsveitarskáta í Garðabæ senda tvö lið í WOW Cyclothon

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. júní 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er fyrst og fremst hópefli og það er ekkert markmið hjá okkur að enda í verðlaunasæti en við ætlum að vera eins og fljót og við getum,“ segir Elvar Jónsson, formaður Hjálparsveita skáta í Garðabæ, um þátttöku tveggja liða sveitarinnar í WOW Cyclothon sem hefst á miðvikudag.

Hjálparsveitin hefur skráð tvö tíu manna lið í keppnina en hún sendi eitt lið í fyrra. Það hjólaði hringinn í kringum landið á rúmum 45 klukkustundum en sigurliðið kom í mark á 36 klukkustundum.

„Það var það gaman hjá okkur í fyrra, og ennþá skemmtilegra hjá þeim sem sátu heima og fylgdust með á netinu, að við ákváðum að vera með tvö lið í ár. Við ætlum að láta liðin vinna saman allan hringinn, og reyna þannig að verða fljótari, til að undirstrika hópeflispartinn í þessu. Það má segja að þetta sé hluti af því sem fylgir oft hjálparsveitinni; að ef eitthvað felur í sér hreyfingu þá þarf oft ekki mikla hvatningu til að fólk sé tilbúið.“

Elvar nefnir sem dæmi að liðsmenn sveitarinnar hafi fyrir nokkrum árum hlaupið á landsþing björgunarsveitanna á Hellu. Annað ár hafi þau hjólað á landsþingið á Akureyri og tekið þátt í Reykjavíkurmaraþoninu. Formaðurinn hlær þegar hann er spurður hvort liðsmenn Hjálparsveitar skáta í Garðabæ séu í betra formi en liðsmenn annarra hjálparsveita á landinu.

„Ég veit ekki hvað skal segja, en þetta heldur okkur í formi til að vera alltaf tilbúin til að takast á við svona áskoranir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum

Það sem Brynjar hélt að væru bilaðar lagnir var í raun listaverk í miðbænum
Fókus
Í gær

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan

Filippus prins lét þessi beittu orð falla eftir brúðkaup Harry og Meghan
Fókus
Fyrir 3 dögum

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið

Léttist um tæp 60 kíló í Biggest Loser en það átti eftir að kosta hann mikið
Fókus
Fyrir 4 dögum

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu

Að finna von í myrkrinu – Bergdís segir sína sögu