Hefur þú áhyggjur af loftslagsbreytingum?
Rúnar Geir Guðjónsson Já, vægast sagt hef ég miklar áhyggjur. Loftslagið er að breytast. Meðalhitinn á jörðinni er að hækka og Bandaríkin vilja ekki leika með. Eins og staðan er núna munum við skila plánetunni okkar í ansi lélegu standi til næstu kynslóðar og það er alls ekki ásættanlegt.
Máni Karl Gunnarsson Já, ég hef áhyggjur af loftslagsbreytingum, en ég fylgist ekki mikið með því hvað er að gerast. Ég fylgist ekki mikið með fréttum.
Laufey Kjartansdóttir Ég hef miklar áhyggjur af loftslagsbreytingum. Ég bý á Selfossi og þar erum við nýbyrjuð að flokka heimilissorp á þrjá vegu. Pappír, plast og óendurvinnanlegt fer allt hvert í sína tunnuna. Við ættum öll að flokka miklu meira. Þetta er svo einfalt.
Rebekka Lind Ívarsdóttir Já, ég hef mjög miklar áhyggjur. Við þurfum virkilega að minnka plastnotkun og finna umhverfisvænni flutningsleiðir.