fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Erlendir miðlar um sigur Íslands: „Enski boltinn hefur eignast nýja hetju, og hann heitir Arnór Ingvi Traustason“

Auður Ösp
Miðvikudaginn 22. júní 2016 19:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Að þjóð með 330 þúsund íbúa skuli vera í 16-liða úr­slit­um á sínu fyrsta stór­móti er af­rek sem vert er að fagna,“ seg­ir blaðamaður BBC en erlendir miðlar hafa svo sannarlega ekki farið hóflega í fyrirsagnirnar í kjölfar sigurleiks Íslendinga á EM fyrr í dag.

„Liðið hefur sýnt þá varn­ar­vinnu og skipu­lag sem bú­ast má við af liði sem þjálfað er af Lars Lag­er­bäck, fyrr­um þjálf­ara Svía,“ segir jafnframt í grein BBC.

Þá segir í grein Guardian að Arnór Ingvi hafi með marki sínu „haldið áfram ævintýri Íslands á EM.“ Á vef MailOnline segir:„Enski boltinn hefur eignast nýja hetju, og hann heitir Arnór Ingvi Traustason. Reynið að koma því nafni fyrir á treyju.“

Þá fara skandinavískir miðlar ekki leynt með stuðning sinn við íslenska liðið og er sigur Íslands til að mynda fyrsta frétt í netút­gáfu danska blaðsins Politiken þar sem „fórn­fýsi, bar­áttu­andi og trú á eig­in getu“ er sögð ein­kenna leik ís­lensku landsliðsmann­anna. „Íslenskt eldgos kemur litla liðinu áfram – Spila við England“ – segir í fyrirsögninni og þá er fyrirsögn norska TV2: „Íslenskar hetjur sökktu Austurríki.“

„Þvílíkt ævintýri fyrir Ísland. Liðið sem er allt að því forvitnilegt innslag í keppni með stórum liðum erfiðaði, dröslaðist áfram og barðist áfram úr riðlakeppninni með frammistöðu sem maður verður að dást að,“ segir á vef Jyllandsposten.

Þá er fyrirsögn sænska Aftonbladet: „Afrek Íslendinga – Komnir í útsláttarkeppnina“ og kemur fram að Ísland hafi unnið Austurríki eftir „mikið drama.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum
Enn einn Snapchat-perrinn
Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Í gær

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum