fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025

Soham-morðin

Ian Huntley var sakleysið uppmálað þegar Holly og Jessica hurfu

Kolbeinn Þorsteinsson
Laugardaginn 11. júní 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í febrúar 1999 lágu leiðir Ians Huntley og 22 ára konu, Maxine Carr, saman í Grimsby á Englandi. Þau fluttu til þorpsins Soham í Cambridgeskíri. Maxine Carr fékk starf sem skólaliði í St. Andrew-grunnskólanum en Ian Huntley landaði, þegar upp var staðið í nóvember 2001, stöðu húsvarðar við Soham Village College.
Þess er vert að geta að Huntley hafði fyrir þennan tíma sætt rannsókn vegna kynferðisglæpa og innbrota.

Skutust eftir sætindum

Af Maxine er það að segja að með henni og tveimur tíu ára stúlkum í grunnskólanum, Holly Wells og Jessicu Chapman, tókust ágætis kynni. Helgina 3.–4. ágúst 2002 dró til tíðinda. Maxine skrapp til Grimsby til að heimsækja móður sína en Ian Huntley varð eftir – aleinn heima í húsvarðarbústaðnum þar sem þau höfðu búið sér heimili.
Um klukkan 17.00, 3. ágúst, voru Holly og Jessica í grillveislu heima hjá Holly. Upp úr klukkan sex fóru þær úr veislunni til að kaupa sér sælgæti og var gengið fram hjá heimili Huntleys og Maxine.
Talið er að Huntley hafi talið stúlkurnar á að koma inn, þrátt fyrir að Maxine væri ekki heima.

Myndaðar í Manchester-peysum

Hvað sem þeim vangaveltum líður þá er ljóst að korter yfir sex síðdegis 3. ágúst myrti Huntley Holly og Jessicu. Í áðurnefndri grillveislu og hafði verið tekin af þeim stúlkunum íklæddum Manchester United-peysum. Sú ljósmynd átti síðar eftir að verða táknræn fyrir málið allt.
Huntley losaði sig við líkin í ræsi í um 30 kílómetra fjarlægð, skammt frá athafnasvæði Konunglega breska flughersins í Lakenham í Suffolk.
Huntley bar eld að líkunum í tilraun til að eyðileggja allt sem hugsanlega gæti bendlað hann við ódæðið.

Leit og líkfundur

Þegar ljóst var að stúlkurnar væru horfnar birti lögreglan áðurnefnda ljósmynd, en næsta hálfa mánuðinn bar fátt til tíðinda. Nema hvað Huntley kom fram í nokkrum sjónvarpsviðtölum og talaði um það reiðarslag sem dunið hefði á þessu litla samfélagi. Einnig tók Huntley þátt í leitinni að stúlkunum og dró hvergi af sér.
Lík Holly og Jessicu fundust sem sagt hálfum mánuði eftir að þær hurfu og í kjölfarið voru Ian Huntley og Maxine Carr handtekin. Reyndar höfðu sjónir lögreglunnar beinst að Huntley nokkru fyrr og við leit á heimili hans fundust vísbendingar sem renndu enn frekar stoðum undir grunsemdir lögreglunnar.

Sekur um glæp

Réttarhöldin yfir skötuhjúunum hófust 5. nóvember, 2003, og Huntley stóð frammi fyrir tveimur morðákærum. Maxine, sem hafði ekki vitneskju um hvað kærasti hennar hafði á samviskunni, var ákærð fyrir að leggja stein í götu réttvísinnar og aðstoða brotamann.
Miðvikudaginn 17. desember, 2003, féll dómur í málunum; Huntley fékk lífstíðardóm og Maxine var sýknuð af því að hafa aðstoðað brotamann, en fékk hins vegar þriggja og hálfs árs dóm fyrir að hafa veitt Huntley falsaða fjarvistarsönnun.
Maxine afplánaði 21 mánuð og segir ekki meira af henni. Huntley reyndi í þrígang að stytta sér aldur árið 2006. Í kjölfarið fengu fangaverðir þau fyrirmæli að umgangast hann sem fjölskyldumeðlim og láta honum þannig finnast að einhverjum væri annt um hann. Segir sagan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 13 klukkutímum

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“

Evrópskar borgir leggja háar sektir gegn ýmsu athæfi ferðamanna – „Heimamenn eru komnir með nóg“
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Onana gæti náð fyrsta leiknum

Onana gæti náð fyrsta leiknum
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum

Þú mátt (og átt) að borða steinana úr vatnsmelónum
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn

Palace vann Liverpool í slagnum um Samfélagsskjöldinn
Eyjan
Fyrir 17 klukkutímum

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“

Jón hlakkar til að fá tækifæri til að hitta Long – „Hann þykir samt almennt hress“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“

Segir veggjalúsafaraldur á landinu – „Góða við þetta kvik­indi er að hún er svaka­lega staðbund­in“