fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Ævar fær styrk: „Þetta eru augljóslega einhver mistök“

Fékk synjunarbréf fyrir mistök – Fær 600 þúsund krónur

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 24. júní 2016 13:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hitti Ævar í fyrra og þá sagði hann mér frá lestrarátaki sínu sem leiddi til þess að ég styrkti það. Hér er um einhver mistök að ræða og hann mun fá styrk. Að minnsta kosti jafnháan styrk og í fyrra,“ segir Illugi Gunnarsson menntamálaráðherra í Morgunblaðinu í dag.

Eins og DV.is greindi frá í gær fékk Ævar Þór Benediktsson, einnig þekktur sem Ævar vísindamaður, bréf þess efnis að beiðni hans um styrk hefði verið hafnað, en Ævar sóttist eftir styrknum vegna lestrarátaks sem hann hefur staðið fyrir.

Ævar hefur staðið fyrir átakinu síðastliðin tvö ár og fyrir tilstilli hans hafa börn í 1. til 7. bekk um allt land lesið yfir 114 þúsund bækur.

„Þetta árið vildi ég endurtaka leikinn og byrjaði á því að hafa samband við Menntamálaráðuneytið, svo ég þyrfti ekki að leita til fyrirtækja eftir fjármagni, eins og árin á undan. Í fyrra sá ráðuneytið sér fært að styrkja átakið um 100 þúsund krónur. Í ár bað ég um talsvert hærri upphæð, en í styrknum myndu felast m.a. laun fyrir mína vinnu (en ég hef gert þetta í tvö ár nánast kauplaust) ásamt hönnun, ljósmyndun og sendingarkostnaði fyrir plaköt auk annars sem tengist átakinu,“ sagði Ævar í Facebook-færslu í gær.

Hann var því vonsvikinn þegar hann fékk bréfið þar sem fram kom að beiðni hans hefði verið hafnað. En nú er komið á daginn að um mistök var að ræða, Ævar mun fá styrk.

„Þetta eru augljóslega einhver mistök,“ segir Illugi í Morgunblaðinu í dag. Á vef mbl.is kemur fram að Ævar fái styrk upp á 600 þúsund krónur. „Ég hafði sótt um milljón í styrk en fékk sex hundruð þúsund. Það er frábært að fá þessi snöru viðbrögð,“ segir Ævar við mbl.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum

Sjáðu myndbandið: Sverrir Einar handtekinn og leiddur út í járnum í miðbænum
Fréttir
Í gær

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina

Reiði vegna skemmdarverks á Suðurgötu: Málið verður tilkynnt lögreglu – Sjáðu myndina
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala

Tveir Bretar hætt komnir á Íslandi: Grét þegar hann sagði frá slysinu – Vinur hans enn á spítala
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum

Helga Þórisdóttir búin að ná meðmælendum