fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fréttir

Beiðni Ævars vísindamanns synjað: Fær ekki styrk fyrir lestrarátaki

Hefur unnið að verkefninu nánast kauplaust undanfarin tvö ár

Auður Ösp
Fimmtudaginn 23. júní 2016 16:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ævar Þór Bene­dikts­son, einnig þekktur sem Ævar vís­indamaður, kveðst vonsvikinn yfir ákvörðun Menntamálaráðuneytisins sem synjað hefur beiðni hans um að styrkja lestrarátak sem hann hefur staðið fyrir undanfarin tvö ár. Þá segir hann ráðuneytið ekki hafa svarað beiðni hans um rökstuðning vegna synjunarinnar en fyrir tilstilli átaksins hafa börn í 1 til 7.bekk um allt land lesið yfir 114 þúsund bækur.

Ævar Þór greinir frá þessu í færslu á fésbók og deilir einnig mynd af bréfinu frá Menntamálaráðuneytinu þar sem beiðni hans er hafnað. Ævar segir hugmyndina að lestrarátakinu hafa komið frá honum sjálfum og hrinti hann henni í framkvæmd með aðstoð frá góðu fólki. Verkefnið hefur Ævar unnið af einskærri hugsjón og tekur hann fram að hann nánast engin laun þegið fyrir vinnuna:

„Þetta árið vildi ég endurtaka leikinn og byrjaði á því að hafa samband við Menntamálaráðuneytið, svo ég þyrfti ekki að leita til fyrirtækja eftir fjármagni, eins og árin á undan. Í fyrra sá ráðuneytið sér fært að styrkja átakið um 100 þúsund krónur. Í ár bað ég um talsvert hærri upphæð, en í styrknum myndu felast m.a. laun fyrir mína vinnu (en ég hef gert þetta í tvö ár nánast kauplaust) ásamt hönnun, ljósmyndun og sendingarkostnaði fyrir plaköt auk annars sem tengist átakinu.

Ein af aðalástæðunum fyrir því að ég vildi fyrst tala við ráðuneytið var sú að ég veit til þess að einhverjir skólar hafi ekki viljað hengja veggspjöld um átakið upp, því það eru lógó frá fyrirtækjum á þeim (en þau fyrirtæki sem hafa hjálpað átakinu með ýmsum hætti hafa fengið lógóin sín á plakötin í staðinn). Ég vildi s.s. komast hjá því.“

Þá birtir Ævar bréfið með svari Menntamálaráðuneytisins. „Það var sent til mín í sömu viku og ráðuneytið gaf út kynningarrit fyrir foreldra grunnskólabarna, þar sem m.a. er rætt um Þjóðarsáttmála um læsi, og finna má setningarnar ,,Læsi barna er samvinnuverkefni“ og ,,Lestarnám barna er á ábyrgð okkar allra. Við verð­um öll að leggja okkar af mörkum til þess að lestur verði börnum til yndis og ánægjuauka,“ ritar hann og bætir við að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir hafi hann ekki fengið svör frá ráðuneytinu um rökstuðning fyrir synjuninni.

Ævar tekur þó fram að Lestrarátak Ævars vísindamanns muni snúa aftur næsta vetur.

„Ég hef fengið styrk frá barnavinafélaginu Sumargjöf sem dugar fyrir hluta þess penings sem til þarf og mun þá leita aftur til einhverra þeirra fyrirtækja sem hafa hjálpað átakinu áður með ýmsum hætti. Þau munu – að sjálfsögu – fá lógó á plaköt fyrir vikið,“ ritar hann jafnframt og bætir við að með því að hann sé ekki leitast við að búa til leiðindi.

„Heldur finnst mér vert að vekja athygli á því þegar fólk segir eitt – og gerir svo eitthvað annað.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“

Framsóknarmenn styðji ÁTVR og forvarnir – „Atlaga Sjálfstæðisflokksins að ÁTVR er ævintýraleg“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa

Pálmatré raunhæft verkefni en aðeins eitt tré mun rísa
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“

Grænkerar harma auglýsingar forsetaframbjóðenda – „Borða pulsur úr gösuðum þjáðum svínum“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd

Mótmælin á Tenerife – Vill ekki ferðamenn með „allt-innifalið“ armbönd