fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Opnar sig um vítisvistina í Norður-Kóreu: Látinn vinna erfiðisvinnu frá morgni til kvölds

Kenneth Bae þakkar Dennis Rodman – Léttist um 30 kíló meðan á dvölinni stóð

Einar Þór Sigurðsson
Þriðjudaginn 3. maí 2016 21:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég vann frá átta á morgnanna til sex á kvöldin,“ segir Kenneth Bae, bandarískur ríkisborgari, sem dæmdur var til fimmtán ára erfiðisvinnu í Norður-Kóreu, í samtali við CNN.

Kenneth var sakaður um að hafa ætlað að grafa undan yfirvöldum í Pyongyang, en hann starfaði sem leiðsögumaður þegar hann var handtekinn í Norður-Kóreu. Hann var dæmdur í apríl 2013 en sleppt síðla árs 2014. Handtakan kom Kenneth í opna skjöldu, en hann hafði ferðast átján sinnum á milli Kína og Norður-Kóreu þegar hann var handsamaður.

Allir búnir að gleyma þér

Á morgun kemur út bókin Not Forgotten: The True Story of My Imprisonment in North Korea, en í henni lýsir Kenneth reynslu sinni af fangabúðum Norður-Kóreumanna.

Kim Jong-Un og Dennis Rodman eru mestu mátar. Kenneth segir að Rodman hafi átt sinn þátt í að honum var sleppt.
Félagar Kim Jong-Un og Dennis Rodman eru mestu mátar. Kenneth segir að Rodman hafi átt sinn þátt í að honum var sleppt.

Kenneth hefur aldrei tjáð sig opinberlega um reynslu sína, ekki fyrr en í morgun að hann gerði það í þættinum New Day á CNN. Hann sagði í viðtalinu að hann hafi verið látinn vinna hin ýmsu verk, meðal annars á plantekrum og þá hafi hann þurft að bera þunga grjóthnullunga og við kolamokstur. Vinnan hafi verið erfið líkamlega, ekki síður en andlega.

Saksóknari hafi til að mynda sagt við hann að allir væru búnir að gleyma honum og mörg ár myndu líða þar til hann gæti um frjálst höfuð strokið. „Þú verður orðinn sextugur áður en þú færð að fara heim,“ voru skilaboðin frá saksóknaranum, að sögn Kenneths.

Léttist um 30 kíló

Bae, sem er fæddur í Suður-Kóreu en með bandarískt ríkisfang, flutti til Kína árið 2005 þar sem hann kom á fót ferðaþjónustufyrirtæki. Sérhæfði fyrirtækið sig í ferðum til Norður-Kóreu. Hann var í einni slíkri ferð í nóvember 2012 þegar hann var handtekinn.

Ekki liggur ljóst fyrir hvað Kenneth var talinn hafa gert af sér, en í grunninn voru ásakanirnar á þá leið að Kenneth ætlaði sér að grafa undan yfirvöldum í Pyongyang. Vangaveltur voru uppi um að Kenneth, sem er kristinn, hafi stundað trúboð í landinu en trúarbrögð eru litin hornauga af yfirvöldum í Pyongyang.

Kenneth var í haldi í um tvö ár og sagði hann í viðtalinu á CNN í morgun að heilsu hans hafi hrakað meðan á prísundinni stóð. Hann léttist um þrjátíu kíló og segir að í eitt skipti hafi hann verið sendur á sjúkrahús svo hann myndi þyngjast á nýjan leik. Þá þakkaði hann körfuboltamanninum fyrrverandi, Dennis Rodman, og sagði að hann hefði átt stóran þátt í að honum var sleppt löngu fyrr en áætlanir gerðu ráð fyrir. Rodman, sem heimsótti Norður-Kóreu, ekki alls fyrir löngu vakti athygli á stöðu Kenneths.

Það var svo í nóvember 2014 að bandarísk yfirvöld tilkynntu að þau hefðu komist að samkomulagi um að Kenneth og öðrum Bandaríkjamanni í haldi í Norður-Kóreu, Matthew Todd Miller, skyldu sleppt úr haldi.

Hér að neðan má sjá brot úr viðtalinu á CNN.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar