fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

„Pinochet Afríku“ dæmdur í lífstíðarfangelsi: Pyntingar, morð og nauðganir

Hisséne Habré stýrði Tsjad með harðri hendi á árunum 1982 til 1990

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. maí 2016 23:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hisséne Habré, fyrrverandi einræðisherra Afríkuríkisins Tsjad, hefur verið dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir glæpi gegn mannkyni. Það var dómstóll í Senegal, sem Afríkusambandið setti á laggirnar, sem komst að þessari niðurstöðu.

Habré, sem í dag er 73 ára, var forseti Tsjad á árunum 1982 til 1990 en hann var ákærður og sakfelldur fyrir nauðganir, pyntingar og morð auk þess að vera dæmdur fyrir glæpi gegn mannkyni. Habré er fyrsti þjóðhöfðinginn sem sakfelldur er fyrir nauðgun, að sögn Mannréttindavaktarinnar, Human Rights Watch.

Réttarhöld í máli Habré tóku um þrjá mánuði og meðan á þeim stóð lýstu um 90 vitni þeirri hörku sem Habré beitti fanga á valdatíð sinni. Hann er sagður hafa sent þúsundir fanga í leynileg fangelsi í Tsjad þar sem margir máttu þola pyntingar. Sumir voru teknir af lífi.

Vitni lýstu því einnig hversu mikil mannþröng var í fangelsunum og voru dæmi þess að fangar þyrftu að sofan ofan á látnum föngum. Habré sýndi enga iðrun meðan á réttarhöldunum stóð.

Habré stjórnaði Tsjad með stuðningi Bandaríkjamanna og Frakka sem litu á hann sem mótvægi við ógnarstjórn Muammar Gaddafi í nágrannaríkinu Líbíu. Habré var kallaður „Pinochet Afríku“ enda þekktur fyrir vægðarleysi í garð pólitískra andstæðinga sinna. Talið er að um 40 þúsund manns hafi verið teknir af lífi í landinu á þeim árum sem hann réð ríkjum. Honum var steypt af stóli árið 1990.

Habré kom á fót sérstakri leynilögreglu í landinu, DDS, sem hafði það hlutverk að finna og handtaka þá sem taldir voru pólitískir andstæðingar. Eftir að hafa verið steypt af stóli flúði hann til Senegal þar sem hann gekk frjáls um margra ára skeið. Árið 2005 var hann settur í stofufangelsi og hann var svo handtekinn árið 2013 þegar ákæra leit dagsins ljós.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“

Palestínufáninn bannaður – „Þá slökkvum við á Eurovision“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki

Tvær milljónir króna í reiðufé gerðar upptækar – Voru í fórum manns sem finnst ekki