fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Eigandi Strawberries kærir lögreglu: Lögreglumenn sagðir hafa setið að sumbli og eytt háum fjárhæðum

Lagði fram kæru í dag – Kærunni fylgdi myndband sem tekið var umrætt kvöld

Einar Þór Sigurðsson
Mánudaginn 30. maí 2016 16:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðar Már Friðfinnsson, eigandi kampavínsklúbbsins Strawberries, hefur kært lögreglu til embættis héraðssaksóknara. Kæran snýr að aðgerðum lögreglu á staðnum árið 2013 vegna gruns um að þar færi fram vændi og mansal. Ríkissaksóknari felldi niður þann hluta málsins í fyrrasumar en eftir stendur þó rannsókn á meintum skattalagabrotum.

Viðar Már vildi ekki tjá sig um málið þegar DV leitaði til hans en lögmaður hans, Páll Kristjánsson, staðfestir að kæra hafi verið lögð fram hjá héraðssaksóknara í dag.

„Kæran snýr að aðgerðum lögreglu þegar staðnum er lokað og hann innsiglaður og þeim húsleitum sem farið var í í kjölfarið,“ segir Páll. Viðar hafi ekki verið viðstaddur þegar húsleitir voru framkvæmdar.

Viðar var handtekinn í tengslum við málið ásamt fjórum öðrum starfsmönnum og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið vakti talsverða athygli þegar það kom upp árið 2013 en lögregla beitti meðal annars tálbeitum í aðdraganda þess að ráðist var í aðgerðirnar.

Samkvæmt upplýsingum DV er komið inn á þá ákvörðun lögreglu í umræddri kæru til embættis héraðssaksóknara; lögreglumenn hafi setið að sumbli og eytt verulegum fjárhæðum, rúmri milljón króna, í áfengi inni á staðnum áður en ráðist var í aðgerðina. Páll, lögmaður Viðars, staðfestir í samtali við DV að í kærunni komi fram að um „talsverðar fjárhæðir“ hafi verið að ræða.

Með kærunni sem lögð var fram í dag fylgdi myndband úr eftirlitsmyndavél staðarins sem á að sýna umrædda óeinkennisklædda lögreglumenn, sem voru nokkrir saman, sitja og drekka áfengi í félagsskap stúlkna sem voru á staðnum.

Samkvæmt frétt sem birtist á vef Vísis í júní í fyrra, var umræddum lögreglumönnum boðin kynlífsþjónusta gegn greiðslu inni á staðnum og var ráðist í aðgerðirnar á þeim forsendum. Viðar hafnaði því með öllu að hafa haft milligöngu um vændi eða hagnast af því.

Sem fyrr segir var málið fellt niður hjá embætti ríkissaksóknara og var Viðari ekki birt ákæra fyrir vændi, mansal eða milligöngu um vændi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði