fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fréttir

Krefur 365 um 30 milljónir í bætur

Yfir tvö þúsund manns geta átt á hættu að fá kröfubréf – Bréfin um helgina „fyrsti fasi“ í málinu

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 3. maí 2016 12:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hefur sent blaða- og fréttamönnum sem starfa hjá fjölmiðlasamsteypunni 365 kröfubréf sem hljóða samtals upp á 30 milljónir króna. DV hefur heimildir fyrir því að þeir starfsmenn 365 sem fengu bréf frá lögmanninum séu Nadine Guðrún Yaghi, Stefán Rafn Sigurbjörnsson, Þórhildur Þorkelsdóttir og Heimir Már Pétursson.

Krafan er tvíþætt; að stærstum hluta skaðabætur en einnig er um að ræða lögmannskostnað.
Lögmaðurinn ritar bréfin fyrir hönd tveggja umbjóðenda sinna, sem Fréttablaðið fjallaði um í nóvember í svokölluðu Hlíðamáli. Hélt blaðið því fram að íbúð sem kom við sögu í málinu hefði verið útbúin til nauðgana. Mennirnir voru báðir kærðir en héraðssaksóknari felldi mál þeirra niður í febrúar sem leið.

Langstærsta mál sinnar tegundar

Alls sendi Vilhjálmur út 22 kærur og kröfubréf um helgina, bæði til fréttamanna og einnig einstaklinga sem tjáðu sig um þetta mál á samfélagsmiðlum. Kröfur til annarra en fréttamanna 365 sem nefndir eru hér að ofan eru upp á eina til þrjár milljónir króna ásamt afsökunarbeiðni. Frestur sem veittur var í bréfunum var til miðnættis í gær, mánudag.
Þetta mál er hið langstærsta sinnar tegundar þar sem farið er fram á skaðabætur og afsökunarbeiðni frá fjölmiðlafólki og einstaklingum sem hafa tjáð sig um málið.

Mikil reiðibylgja fór um samfélagið í kjölfar fréttar Fréttablaðsins um „útbúna íbúð.“ Fólk safnaðist saman fyrir utan lögreglustöðina í Reykjavík og mótmælti því m.a. að mennirnir skyldu ekki úrskurðaðir í gæsluvarðhald.

Mennirnir tveir sem kærðir voru hafa ekki mætt til vinnu eftir að málið kom upp og annar þeirra dvelur enn erlendis, samkvæmt heimildum DV. Báðir hafa þeir fengið sálfræðiaðstoð í kjölfar málsins.

„Honum verður stefnt“

Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður vildi ekki staðfesta upphæðir í tengslum við skaðabótakröfu skjólstæðinga sinna. Hann sagði í samtali við DV í gær, mánudag, að hann hefði þegar heyrt frá nokkrum aðilum og hefðu þeir beðist afsökunar utan einn, sem ætlar að standa við sín ummæli. „Honum verður stefnt,“ sagði Vilhjálmur.

Lögmaðurinn segir að þetta sé aðeins fyrsti fasi í málinu. Alls dreifðu hátt í 2.400 einstaklingar færslu á Facebook, þar sem mennirnir voru nafngreindir og og myndbirtir og kallaðir nauðgarar. Fimmtíu af þeim sem deildu færslunni bættu við yfirlýsingum frá sér og voru þær allar á einn veg. Um 2.350 manns deildu færslunni án þess að bæta nokkru við en Vilhjálmur telur að slík dreifing á ærumeiðandi ummælum flokkist klárlega sem opinber birting og um leið dreifing á ærumeiðandi ummælum.

Bréfin geta orðið 2.400 talsins

Eitt af þeim bréfum sem Vilhjálmur sendi um helgina mun verða nokkurs konar prófmál. Komist dómur að þeirri niðurstöðu að það að deila færslu geti flokkast sem opinber dreifing á ærumeiðandi ummælum, mun Vilhjálmur meta stöðuna og gætu þá liðlega 2.350 einstaklingar sem deildu færslunni átt von á kröfubréfi frá honum fyrir hönd skjólstæðinga hans.

Ljóst er að þetta mál á eftir að verða mun stærra og fjölmargir einstaklingar eiga eftir að heyra frá lögmanni mannanna tveggja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump

Mamdani verður borgarstjóri New York – Hélt eldræðu eftir sigurinn og skaut á Trump
Fréttir
Í gær

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi

Lögreglan vildi fá að hlera hús í Reykjavík vegna gruns um skipulagða vændisstarfsemi
Fréttir
Í gær

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg

Hannes ákærður fyrir kynferðisbrot í Múlaborg
Fréttir
Í gær

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“

„Það er brýnt að við hættum að tala um kynlífsverkafólk og byrjum að tala við það“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð

Harðvítugar deilur milli leigjenda og leigusala – Ásakanir um hótanir, þjófnað, myglu og skólpflóð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp

Um 40 starfsmönnum Icelandair sagt upp