fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Íslendingar stjórna ferðinni í Madríd

Auður Ösp
Föstudaginn 27. maí 2016 19:31

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenskir keppendur tóku forystuna fyrsta degi Evrópu- og Afríkuleikana í CrossFit, sem haldin er í Madríd á Spáni. Í kvennaflokki tóku hirtu íslenskar konur öll þrjú efstu sæti keppninnar, þar sem Ragnheiður Sara Sigmundsdóttir frá CrossFit Suðurnes kom sér þægilega fyrir í fyrsta sætinu og á hún titil að verja sem Evrópumeistari í íþróttinni.

“Það gekk næstum því allt eins og ég ætlaði mér,” sagði Ragnheiður Sara þegar DV tók hana tali eftir keppni dagsins. Fyrir keppnina á morgun og á sunnudaginn ætlar Sara að “gefa allt í þetta og ekki hugsa eftir á að ég hefði getað farið harðar.”

Ragnheiður kælir sig niður eftir daginn ásamt samkeppanda sínum
Ragnheiður kælir sig niður eftir daginn ásamt samkeppanda sínum

Íslendingar voru líka sigursælir í karlaflokki, þar sem Björgvin Karl Guðmundsson frá CrossFit Hengli í Hveragerði bókstaflega bakaði aðra keppendur með því að sigra auðveldlega sína tvo riðla. Fast á hæla Ragnheiðar Söru kom Annie Mist Þórisdóttir frá CrossFit Reykjavík, en Annie hefur tvisvar unnið heimsmeistaratitilinn í CrossFit og verið krýnd hraustasta kona í heimi. Í þriðja sæti kom svo Þuríður Erla Helgadóttir, sem kom flestum á óvart í Caja Mágica-höllinni í dag þegar hún varð fyrst kvenna í heimi til þess að ljúka við æfingu sem fól í sér alls 40 upphífingar í fimleikahringjum, 70 handstöðupressur og 120 ketilbjöllusnaranir.

Í karlaflokki hafnaði Frederik Aegidius, danskur kærasti Anniear Mist sem keppir undir íslenskum fána, í sjöunda sæti eftir fyrsta daginn. Hinrik Ingi Óskarsson, sem keppir líka fyrir CrossFit Reykjavík, endaði í 12. sæti eftir daginn og Sigurður Hafsteinn Jónsson frá CrossFit XY í Garðabæ rataði í 22. sætið.

Í liðaflokki var sænska liðið Nordic OPEX í efsta sætinu, en Íslendingurinn Björk Óðinsdóttir er meðal liðsmanna þess. Í öðru sæti liðakeppninnar var CrossFit Copenhagen, en Oddrún Eik Gylfadóttir og Eiríkur Baldursson keppa með Dönunum. CrossFit Reykjavík kom sér fyrir í fimmta sæti keppninnar, lið CrossFit XY sat í sjöunda sæti og lið CrossFit Sport í þrettánda sæti eftir fyrsta daginn.

Keppninni verður framhaldið strax í fyrramálið en mótinu lýkur á sunnudaginn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði