fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Fyrsta könnun eftir Eyjuþáttinn: „Eitthvað er ég greinilega að gera rétt“

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Þriðjudaginn 31. maí 2016 09:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson mælist með 60,4 prósent samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins, Stöðvar 2 og Vísis. Davíð Oddsson er með 18,5 prósent og Andri Snær Magnason 11,3 prósent. Þá er Halla Tómasdóttir með 5,9 prósent. Könnunin er sú fyrsta eftir hinn umdeilda Eyjuþátt.

Könnunin var framkvæmt á mánudagskvöld en Eyjuþáttinn var sýndur á sunnudag. Var hringt var í 919 manns. 772 svöruðu og var hlutfallið 84 prósent. 62,8 prósent svöruðu spurningunni um hvern þeir myndu kjósa.

Þáttur Eyjunnar á Stöð 2 vakti mikla athygli og því verið beðið eftir nýrri könnun með nokkurri eftirvæntingu. Davíð og Guðni tókust á svo eftir var tekið. Í umfjöllun DV í gær sagði Davíð Guðna meðal annars hlaupast undan afstöðu sinni í Icesave. Guðni vildi meina að úrslitin væru ekki ráðin og Davíðs kvaðst hafa trú á því að hann gæti unnið á.

Þá sagði Davíð á einum tímapunkti að Guðni væri staðinn að því að hlaupa burt frá sínum skoðunum og á einum stað í þættinum spurði Guðni Davíð hvort hann hefði enga sómakennd. Eftir þáttinn var mikið fjör á samfélagsmiðlum þar sem þátturinn var ræddur fram og aftur og höfðu allflestir sterkar skoðanir á framgöngu Davíðs, til lofs eða lasts.

Guðni Th. tjáir sig stuttlega við Fréttablaðið um könnunina og segir:

„Ég held mínu striki. Kynni mínar hugmyndir um embætti forseta Íslands og svo er það nú fólkið sem velur forsetann. Eitthvað er ég greinilega að gera rétt.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar