fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Almenningur verður fífl og fávitar með Stokkhólmsheilkenni

Brynjar: Fámennur hópur elur á reiði og ólgu í samfélaginu

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Síðan þessi ríkisstjórn tók við hefur tiltölulega fámennur hópur upphlaupsliðs verið duglegur að ala á reiði og ólgu í samfélaginu. Stjórnarandstaðan á þinginu hefur ekki látið sitt eftir liggja. Í stað þess að taka málefnalega umræðu er stöðugt haldið fram röngum fullyrðingum.“

Þetta skrifar Brynjar Níelsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins í pistli á Pressunni. Brynjar segir:

„Fyrst um að ríkisstjórnin væri að lækka veiðigjöld, þótt útgerðin hafi aldrei greitt hærri veiðigjöld. Svo var því haldið fram að hún væri að skera niður í heilbrigðiskerfinu og að hér væri ójöfnuður meiri en annarstaðar þótt hvorttveggja væri alrangt. Allt kallaði þetta á ótal mótmæli.“

Brynjar segir að svo hafi hlaupið á snærið hjá upphlaupsliðinu þegar Panamaskjölin voru kynnt til sögunnar.

„Öllu grautað saman og allir sem einhvern tíma áttu hlut í félagi á lágskattasvæði voru sakaðir um spillingu og skattsvik. Og allt langfeðgatalið er undir og jafnvel tengdaafar og ömmur.“

Brynjar bætir við að endingu:

„Þegar öll þessi upphlaup andstæðinga ríkisstjórnarinnar skila ekki árangri samkvæmt skoðanakönnunum er almenningur fífl og fávitar með Stokkhólmsheilkenni.“

Hér má lesa pistil Brynjars í heild sinni á Pressunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 18 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið