fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fréttir

Guðni Th. staðfesti það sem allir vissu: Ætlar í forsetaframboð

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Fimmtudaginn 5. maí 2016 14:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðni Th. Jóhannesson, rithöfundur og sagnfræðingur, boðaði til blaðamannafundar í Salnum í Kópavogi í dag. Þar staðfesti hann það sem allir vissu, hann ætlar í forsetaframboð. Fundarboðið eitt og sér síðastliðinn sunnudag var sterkasta vísbendingin um að Guðni ætlaði fram og eftir því sem leið á vikuna bættust fleiri við. Þannig greindi dv.is frá því að á heimasíðu ríkisskattstjóra væri að finna félag sem heitir: „Félag um forsetaframboð Guðna Th. Jóhannessonar.“

Það félag stofnaði Guðni á mánudag. Þá var Guðni spurður af hverju hann hefði valið þennan dag til að tilkynna um framboð sitt. Svaraði Guðni á þessa leið:

„Það er skemmtileg tilviljun. Það eru svo margar tilviljanir í þessu lífi,“ svarar Guðni: ,,Svo er annað, fyrsta forsetakjörið á Íslandi var 29. júní 1952 en forsetaefnin sem þá voru í framboði tilkynntu um ákvörðun sína 9. maí. Nú er þetta 25. júní og því ekki þá að hafa þetta 5. maí, alveg nákvæmlega sama frest og þá var. Ákvörðunin, hver sem hún verður, verður tilkynnt þennan dag, 5. maí. Það er margt sem kallar á að þessi dagur verði sögulegur í þessu samhengi.“

Á fundinum sagði Guðni:

„Fólkið í land­inu á að finna að for­set­inn sé ekki í einni fylk­ingu frek­ar en ann­arri en að hann verði fast­ur fyr­ir þegar á þarf að halda og leiði mál til lykta þegar þau kom­ast í öngstræti […] For­set­inn er fyrst og fremst mál­svari allra Íslend­inga.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum

Fordæma skemmdarverk á Útilegumanninum
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“

Karl Arnar hristir hausinn: „Snúið fyr­ir einka­fyr­ir­tæki að standa í sam­keppni við djúpa vasa rík­is­ins“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði