fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Guðmundur hefur hafið afplánun

Fyrrverandi forstjóri Milestone kominn á Kvíabryggju vegna dóms sem hann hlaut í Hæstarétti

Ritstjórn DV
Föstudaginn 27. maí 2016 07:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Guðmundur Ólason, fyrrverandi forstjóri fjárfestingafélagsins Milestone, hefur hafið afplánun vegna dóms sem hann hlaut í Hæstarétti í Milestone-málinu í lok apríl. Var hann dæmdur í þriggja ára fangelsi og afplánar nú, samkvæmt heimildum DV, á Kvíabryggju.

Guðmundur var ásamt bræðrunum Karli og Steingrími Wernerssonum ákærður fyrir að hafa látið Milestone fjármagna kaup bræðranna á hlutafé systur þeirra, Ingunnar, í félaginu. Samkvæmt ákærunni var það með öllu óvíst hvenær eða með hvaða hætti Milestone fengi fjármunina til baka. Guðmundur hætti síðasta sumar störfum í fyrirtækjaráðgjöf MP banka. Tók hann þá við starfi forstjóra orkufyrirtækisins Arctic Green Energy China, áður Orka Energy. Hann hefur nú látið af því starfi og sagt sig úr stjórn Arctic Green Energy.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni