fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Ýtti höfði eiginkonunnar ofan í klósett: Þrír mánuðir í fangelsi fyrir gróft heimilisofbeldi

6 mánaða dómur þar af þrír skilorðsbundnir

Kristjón Kormákur Guðjónsson
Miðvikudaginn 4. maí 2016 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Karlmaður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi, þar af eru þrír skilorðsbundnir fyrir að beita eiginkonu sína heimilisofbeldi. Sakaði hún eiginmann sinn um að hafa sparkað í andlit hennar og læri og hafa slegið hana í andlit og maga þar sem hún var uppi í rúmi með barn þeirra. Þá sagði hún eiginmanninn hafa hótað að leggja hníf að hálsi hennar og skera höfuð hennar af ef hún gerði eitthvað rangt.

Í dómi Hæstaréttar kemur fram að árásin hafi átt sér stað í ágústmánuði árið 2012. Þar segir að maðurinn hafi ýtt höfði eiginkonunnar ofan í klósettið, hann hafi ógnað henni með hníf og kastað honum á eftir henni þegar eiginkonan ætlaði að flýja heimilið og leita aðstoðar hjá nágranna.

Konan hlaut tognun á hálshrygg, bólgu og eymsli á kinn og kinnbeini og mar á herðablaði.

Í dómnum segir meðal annars:

„Hún kvað ákærða hafa farið inn í eldhúsið eftir atburðina á snyrtingunni. Þar hafi hann sótt hníf og kom að henni á baðherberginu. Er hún sá hnífinn varð hún hrædd, öskraði upp og hljóp út. Hún kvaðst hafa orðið mjög hrædd enda hnífurinn ekki venjulegur hnífur heldur „sveðja“ sem ákærði kastaði á eftir henni.“

Þá segir ennfremur:

„Í frumskýrslu lögreglunnar segir að sjá hafi mátt á eiginkonu ákærða, börnum og tengdaforeldrum að þau hafi verið dauðskelkuð við ákærða. Þau hafi skolfið af hræðslu.“

Konan gaf vitnisburð og þar segir:

„Auk þess að hafa sparkað í höfuð hennar hægra megin er hún sat í rúmi sínu og vinstra læri svo að hún marðist. Þá hafi hann kýlt hana í kviðinn. Meðan á þessu stóð hafi eldri sonur hennar verið í rúminu hjá henni, hann hafi verið sofandi er ákærði kom inn í herbergið en vaknaði við lætin. Yngri sonur hennar svaf í stofunni ásamt móður hennar. Hún kvað son sinn hafa séð ofbeldið sem faðir hans beitti hana. Hún hafi komið fram með barnið í fanginu, móðir hennar hafi sagt ákærða að láta A vera. Ákærði hafi þá hrint móður hennar. Þá hafi faðir hennar komið að og reyndi ákærði að berja föður hennar með borði sem hún lýsti.“

Konan leitaði til Kvennaathvarfsins og yfirgaf manninn eftir árásina. Maðurinn neitaði sök en var dæmdur í sex mánaðafangelsi. Þar af eru þrír mánuðir skilorðsbundnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar