fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Fréttir

Fréttakona varð fyrir árás mótmælanda í beinni útsendingu

Kröftug mótmæli í París – Hélt sínu striki þrátt fyrir að vera augljóslega brugðið

Auður Ösp
Mánudaginn 23. maí 2016 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Meðfylgjandi myndband hefur farið víða en þar má fréttakonu Russian Today vera slegna í höfuðið þar sem hún er flytja fréttir af vettvangi mótmæla í París. Það sem þykir aðdáunarvert er að fréttakonan heldur engu að síður sínu striki og vinnur sína vinnu líkt og ekkert hafi í skorist.

Það var síðastliðinn þriðjudag að kröftug mótmæli fóru fram í París á vegum hinnar svokölluðu Nuit debout-hreyfingar en verið var að mótmæla fyrirhuguðum breytingum á vinnulöggjöf landins. Umrædd fréttakona, Anna Baranova var stödd á vettvangi og bar hún hjálm á höfði til að gefa til kynna að hún væri á vegum fjölmiðils.

Líkt og sjá má á myndbandinu verður hún fyrir árás eins af mótmælendunum sem kemur upp að henni og veitir henni höfuðhögg. Annar mótmælandi klappar í kjölfarið, líkt og hann fagni árásinni. Augljóst er að fréttakonunni er nokkuð brugðið en hún heldur þó áfram og klárar fréttaflutninginn.

Þúsundir einstaklinga hafa lýst yfir stuðningi sínum við Baranova eftir að myndbandið var birt á netinu en í samtali við RT segir fréttakonan að hún hafi í raun verið meira hissa yfir atvikinu heldur en særð. Hún geri sér þó grein fyrir að ófáir mótmælendur líti á fjölmiðlafólk sem óvini, rétt eins og lögreglu og stjórnvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“

Snorri og Patrik vekja hneykslun: Konan hugsi um börnin og karlinn um peningana – „Gömlukallaraus í ungum mönnum“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik

Þetta er umfjöllunin sem María Sigrún fékk ekki birta í Kveik
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt

Kári Hansen skilaði inn meðmælum til forseta Íslands rafrænt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni

Löggan fellir niður sektir á þá sem voru gómaðir á nagladekkjum í vikunni