fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

VG stærst í höfuðborginni – Sjálfstæðisflokkur í kraganum – Stofnandi Viðreisnar dytti af þingi

Ari Brynjólfsson
Mánudaginn 23. október 2017 09:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Katrín Jakobsdóttir og Bjarni Benediktsson. Samsett mynd: DV/Sigtryggur Ari

Vinstri græn mælast með 29,6% fylgi í Reykjavík norður og 27,9% í Reykjavík suður, en aðeins 16,6% í Suðvesturkjördæmi, kraganum, og 17,9% í Suðurkjördæmi. Á sama tíma mælist Sjálfstæðisflokkurinn með 17,3% í Reykjavík norður, 24,3% í Reykjavík suður, 31,4% í kraganum og 26,6% í Suðurkjördæmi.

Þetta kemur fram í nýrri könnun Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem greint er frá í Morgunblaðinu í dag. Könnunin er kjördæmaskipt og gefur því nákvæmari mynd af skiptingu þingmanna flokkanna eftir kosningar en kannanir sem gerðar eru á landsvísu. Einnig er munur á fylgi þessara stærstu flokka í Norðvesturkjördæmi þar sem Sjálfstæðisflokkurinn mælist með 28,6% og VG 23,6%. Í Norðausturkjördæmi hefur hins vegar VG nokkra yfirburði með 28,9% en Sjálfstæðisflokkurinn með slétt 18%.

Björt framtíð nær hvergi inn manni, sterkasta vígi flokksins er í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn fær 1,9%, Björt framtíð fengi svo 0,0% í Norðvesturkjördæmi. Stofnandi Viðreisnar, Benedikt Jóhannesson fjármálaráðherra næði ekki inn á þing í Norðausturkjördæmi þar sem Viðreisn fær aðeins 2,2%. Sterkasta vígi Viðreisnar er í kjördæmi formannsins Þorgerðar Katrínu Gunnarsdóttur þar sem flokkurinn fær 7,4%. Viðreisn er einnig sterk í höfuðborgarkjördæmunum. Alls næði Viðreisn inn 3 þingmönnum.

Framsóknarflokkurinn næði ekki inn manni í höfuðborginni, það þýðir að Lilja Alfreðsdóttir varaformaður dettur af þingi. Sterkasta vígi Framsóknarflokksins er í Suðurkjördæmi þar sem flokkurinn fengi 13,3%, 12,3% í Norðausturkjördæmi og 9,3% í Norðvesturkjördæmi. Willum Þór Þórsson næði svo inn á þing fyrir Framsókn í kraganum þar sem flokkurinn hefur 6% fylgi.

Miðflokkurinn nær ekki inn manni í Reykjavík suður en tveimur þingmönnum í Norðausturkjördæmi. Mælist flokkurinn með 16,7% í Norðaustur, 11% í Suðurkjördæmi, 10,7% í kraganum, 5,2% í Reykjavík suður, 6,2% í Reykjavík norður og 12,4% í Norðvestur.

Flokkur fólksins nær ekki inn manni, sterkasta vígi flokksins er í Norðvesturkjördæmi þar sem flokkurinn fær 5,2%.

Píratar eru með mest fylgi í Reykjavík suður, 11%, svo 10,3% í Reykjavík norður, 8,1% í kraganum, 7,6% í Suðurkjördæmi, 6,8% í Norðvestur og aðeins 2,6% í Norðaustur.

Samfylkingin er að ná höfuðborginni eftir afhröð síðustu kosninga þar sem flokkurinn náði ekki inn manni í Reykjavíkurkjördæmunum og kraganum, nú er Samfylkingin sterkust í höfuðborginni, fær flokkurinn 17,9% í Reykjavík norður, 17,1% í Reykjavík suður, 15% í kraganum, 14,9% í Norðaustur, 14,8% í Suðurkjördæmi og 12,4% í Norðvestur. Alls fer flokkurinn úr 3 þingmönnum í 11.

Könn­un­in var gerð dag­ana 16. til 19. októ­ber. Úrtakið var 3.900 manns og um var að ræða bæði síma- og net­könn­un. Fjöldi svar­enda var 2.395, sem er 62% þátt­töku­hlut­fall.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu