fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Ræstitæknir slær í gegn í Britain´s Got Talent: Dómnefndin stóð upp og klappaði í lokin

„Ég hef verið að bíða eftir þér í allan dag“ sagði Simon Cowell

Auður Ösp
Miðvikudaginn 27. apríl 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kathleen Jenkins, ung kona frá Suður Wales sló í gegn á dögunum þegar hún fór í áheyrnarprufu fyrir Britain´s Got Talent. Uppskar hún mikil fagnaðarlæti og standandi lófaklapp, meðal annars frá dómnefndinni, eftir að hún lauk flutningi sínum á Rolling Stones slagaranum Wild Horses.

Hin unga söngkona var heldur óstyrk þegar hún steig á svið fyrir framan dómnefndina. Hún og nýbakaður eiginmaður hennar búa hjá foreldrum hennar á meðan þau reyna að borga niður skuldirnar af brúðkaupinu og vinnur Kathleen við ræstingar. Hún segist þó alltaf hafa átt sér þann draum að syngja á sviði.

Óhætt er að segja að hún hafi hrifið salinn með sér þegar hún hóf upp raustina og ekki stóð á hrósi frá dómnefndinni sem öll stóðu upp og klöppuðu í lokin.

„Þú hefur hæfileika sem er sannskölluð guðsgjöf,“ sagði David Walliams á meðan Amanda Holden sagði að Kathleen væri „það sem þessi þáttur snýst um.“

„Ég hef verið að bíða eftir þér í allan dag. Einhverjum sem er einfaldlega með þetta. Þú ert mjög,mjög sérstök,“ sagði hinn dómharði Simon Cowell að lokum. Það er því nokkuð ljóst að hin upprennandi stjarna mun ekki skúra gólf mikið lengur.

Heillandi flutning hennar má sjá hér fyrir neðan.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina

Landlæknir í stríð við Persónuvernd og gerir alvarlegar athugasemdir við starfshættina
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?

Norska morðgátan sem leysist líklega aldrei – Hver skrifaði bréfið sem var í rauða stólnum?
Fréttir
Í gær

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið

Biðla til fólks að hætta að koma með snáka á spítala – Tefur fyrir og hræðir starfsfólkið