fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

700 milljóna króna viðsnúningur í afkomu WOW air

Heildartekjur 4 milljarðar á fyrsta fjórðungi og jukust um 141% milli ára

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 14:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mikill viðsnúningur varð á afkomu WOW á fyrsta fjórðungi þessa árs en hagnaður félagsins nam 400 milljónum króna eftir skatta borið saman við tap upp á 280 milljónir á sama tímabili fyrir ári. Þá jukust tekjur WOW air um 141% á fjórðungnum og voru samtals 4 milljarðar króna.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu en rekstarhagnaður án afskrifta (EBITDA) var 680 milljónir króna á tímabilinu og jókst um milljarð frá því á fyrsta fjórðungi árið 2015.

Þá segir í tilkynningunni að WOW air hafi flogið með 193 þúsund farþega sem er um 119% aukning á milli ára. Sætanýtingin á fyrsta ársfjórðungi er 88% og fjölgaði framboðnum sætiskílómetrum um 164% milli ára sem er mesta aukning frá stofnun félagsins.

„Við erum mjög ánægð með árangur okkar á fyrsta ársfjórðungi enda gríðarleg aukning í bæði sætaframboði og afkomu. Við höfum vaxið hratt og það er ánægjulegt að sjá hversu vel okkur hefur tekist að ná frábærri nýtingu yfir vetrarmánuðina þrátt fyrir meira en tvöföldun á framboði. Persónulega er ég fyrst og fremst þakklátur fyrir hversu góðar móttökur við höfum fengið á Norður-Ameríkuflugi okkar sem og hversu vel WOW teymið hefur haldið utan um þennan mikla vöxt með brosi á vör,“ er haft eftir Skúla Mogensen, forstjóri og stofnanda WOW air, í tilkynningu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar