fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Fókus

Tveggja ára dóttir Báru var hætt komin: „Aldrei láta börn vera eftirlitslaus“

Aníta Estíva Harðardóttir
Miðvikudaginn 25. október 2017 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bára Ragnhildardóttir var í síðbúnu sumarfríi á Spáni með fjölskyldu sinni á dögunum. Dvöldu þau í íbúð með aðgang að sundlaug í garðinum en litlu munaði að illa færi fyrir tveggja ára gamalli dóttur hennar þegar foreldrarnir litu af henni í örskamma stund.

„Þar sem það var október var vatnið í lauginni frekar kalt og við ekkert á leiðinni í sund. Dóttir mín sem er 2 ára var auðvitað aldrei ein í garðinum og þegar hún fór nálægt lauginni var hún í björgunarvesti,“

ritar Bára í einlægri færslu á síðunni Ynjur.is en tengdaforeldrar Báru búa á Spáni og er sundlaugin í garðinum hjá þeim.

Mynd: Copyright 2017. All rights reserved.

Bára lýsir atburðarásinni þannig að hún hafi stokkið inn til að finna föt á dóttur sína.

„Svo gerðist það sem við óttuðumst einn morguninn. Hún var að leika sér úti við sundlaug, í björgunarvesti utan yfir náttfötin sín og hafði misst skóflu út í laug. Pabbi hennar stóð á sundlaugarbakkanum tveim skrefum frá henni en var ekki með augun á henni á þeirri sekúndu sem hún teygði höndina í átt að skóflunni,“

Þegar Bára kom aftur út í garðinn sá hún dóttur sína detta ofan sundlaugina með höfuðið á undan sér.

„Ég var fljót að hlaupa að, greip í fótinn á henni og náði að hífa hana upp úr vatninu. Hún náði andanum næstum um leið og hún kom upp úr en hóstaði aðeins áður en hún byrjaði að gráta.“

Þá tekur Bára fram að að allir sem voru viðstaddir hafi passað sig á því að halda ró sinni og þá ræddu þau við stúlkuna eftirá.

„En við vorum auðvitað öll í sjokki!“

Mynd: Copyright 2017. All rights reserved.

Dóttir hennar jafnaði sig fljótt og var hún að sögn Báru komin aftur í sundvestið seinna um daginn og farin að teygja sig eftir dóti úti í laug.

Endurupplifir atvikið í hvert sinn sem hún lokar augunum

„Hún var ekki vitund hrædd þótt ég væri enn þá að endurupplifa þetta atvik aftur og aftur í hvert sinn sem ég lokaði augunum og hugsa mér hvað við vorum lánsöm að ekki fór verr,“ segir Bára jafnframt.

Hún ákvað að deila reynslu sinni til allra þeirra sem mögulega umgangast börn og vatn.

„Það þarf ekki nema 2 sekúndur! Aldrei láta börn vera eftirlitslaus því slysin gera ekki boð á undan sér.“

Bára er með opið Snapchat þar sem hægt er að fylgjast með hennar daglega lífi: ragnhildard

Einnig eru Ynjur með Like síðu á Facebook fyrir áhugasama.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“

Páll fagnar merkum áfanga – „Það má ekki gleyma að þakka fyrir sig“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur

Þess vegna fjaraði samband Paltrow og Pitt út – Hún var rík og fáguð, hann hafði starfað sem kjúklingur
Fókus
Fyrir 3 dögum

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“

Segir Gylfa áður hafa varið homma – „Þess vegna kom þetta raus um hommaheilaþvott og typpasleikjóa svo á óvart“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu

Coldplay-hneykslið – Mannauðsstjórinn segir starfi sínu lausu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga

Var ástfangin af Al Pacino sem sagði hana of unga
Fókus
Fyrir 5 dögum

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð

Kynlífsathöfnin sem Gwyneth Paltrow elskaði með Affleck afhjúpuð
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar

Sjónvarpsmaðurinn brast í grát er hann opnaði sig um erfið veikindi innan fjölskyldunnar
Fókus
Fyrir 5 dögum

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi

Stórstjarnan segist vilja hörku í kynlífinu – Heldur áfram að hrauna yfir fyrrverandi