fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024

Banvæn björgunartilraun

John og Kevin töldu mann í lífshættu – Kostaði annan þeirra lífið

Kolbeinn Þorsteinsson
Sunnudaginn 24. apríl 2016 23:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Síðastliðinn föstudag gerðu tveir slökkviliðsmenn í bænum Morningside í Maryland-fylki í Bandaríkjunum heiðarlega tilraun til að koma bæjarbúa til hjálpar. Þannig var mál með vexti að tilkynning hafði borist frá manni nokkrum sem ekki hafði náð sambandi við bróður sinn. Hafði maðurinn miklar áhyggjur því bróðir hans, sem þjáist af sykursýki, hafði nokkrum dögum fyrr hnigið í yfirlið vegna sjúkdómsins.

Bankbank

Slökkviliðsmennirnir, John Ulmschneider, 37 ára, og Kevin Swain, 19 ára, bönkuðu upp á hjá þeim sykursjúka og gerðu grein fyrir sér. Þegar enginn kom til dyra tóku þeir þá ákvörðun að þvinga upp hurðina enda mögulega mannslíf í húfi.

Vissu þeir John og Kevin ekki fyrr en skotum rigndi yfir þá og fengu þeir báðir í sig skot. John Ulmschneider lést seinna af sárum sínum en Kevin slapp með skrekkinn.

Skot í öxlina

Þeim sykursjúka tókst einnig að skjóta áhyggjufullan bróður sinn í öxlina, en hann var viðstaddur þegar John og Kevin freistuðu þess að komast inn í húsið. Bróðirinn er þó ekki lífshættulega særður.

Lögreglan hefur komist að þeirri niðurstöðu að um mikinn harmleik hafi verið að ræða fyrir alla sem málið snertir.

Um sjálfsvörn að ræða

Að sögn yfirvalda hélt sá sykursjúki að um innbrotsþjóf væri að ræða og greip því til byssunnar. Hann var handtekinn í kjölfarið en sleppt úr haldi um sólarhring síðar, að lokinni yfirheyrslu. Þar sem um sjálfsvörn var að ræða verður hann ekki ákærður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 10 klukkutímum

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði

Brynja og Þórhallur selja „hús hamingjunnar“ með söknuði
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal

Unglingurinn skoraði sjö mörk fyrir Arsenal
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“

Halldór um erfiðar aðstæður í kvöld: ,,Veist ekki alveg hvar hann endar“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“

Gregg eftir tapið gegn Blikum: ,,Ég held að ég hafi ekki fengið gult spjald, er það?“
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið

Ekki of vinsæll í Barcelona eftir valið – ‘Sá besti’ kemst ekki í liðið
Pressan
Fyrir 14 klukkutímum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum

Fjólublá baktería gæti verið lykillinn að því að finna líf á fjarplánetum
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

England: Manchester City í engum vandræðum

England: Manchester City í engum vandræðum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin

Mistök hjá Liverpool? – Vill sjá fyrrum stjóra Chelsea við stjórnvölin