fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Hæsta sekt vegna samkeppnisbrots: Þurfa að greiða 500 milljónir króna

Ritstjórn DV
Fimmtudaginn 28. apríl 2016 22:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hæstiréttur Íslands dæmdi í dag Valitor hf. Til að greiða 500 milljónir króna í sekt til ríkisins. Fyrirtækið var talið hafa misnotað markaðsráðandi stöðu sína á markaði færsluhirðingar. Enn fremur var Valitor talið hafa brotið gegn skilyrðum Samkeppniseftirlitsins.

Fyrirtækið hafði ákært og áfrýjað úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála þess efnis að leggja sekt á fyrirtækið. Upphaflega var sektin hálfur milljarður en Héraðsdómur Reykjavíkur hafði lækkað sektina í 400 milljónir króna. Rökstuðningur Hæstarétts fyrir hækkum sektarinnar var að Hæstiréttur taldi að brot Valitor hefðu snert allan almenning í landinu og að sektin sem Valitor hafði fengið í fyrra máli sínu hafi knúið fyrirtækið til að láta af samkeppnisbrotum.

Háttsemi Valitors var falin í því að fyrirtækið verðlagði færsluhirðingu debetkorta með breytilegum kostnaði. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki hérlendis vegna markaðsráðandi misnotkunar. Valitor ber samkvæmt dómnum einnig að greiða Samkeppniseftirlitinu fjórar milljónir í málskostnað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug

Leyniskýrsla Lífs og sálar um skrifstofu Sameykis afhjúpuð – Formaðurinn vísar ásökunum um ógnarstjórn á bug
Fréttir
Í gær

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt

Til skoðunar að sekta ökumenn á nagladekkjum í vikunni – Getur reynst ökumönnum dýrt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti

Dómur yfir Inga Val fyrir nauðgun á unglingsstúlku þyngdur í Landsrétti
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd

Síbrotakona á Suðurnesjum dæmd