fbpx
Fimmtudagur 06.nóvember 2025
Fókus

„Fólk fær ekki nóg af Mamma Mia“

Nostalgíu- og Sing along-sýningar í Bíó Paradís hafa slegið í gegn

Kristín Clausen
Sunnudaginn 8. október 2017 10:30

Nefnd um endurgreiðslu kvikmyndagerðar hefur aðsetur hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands sem er staðsett í sama húsnæði og Bíó Paradís.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Það er fátt skemmtilegra en að vera í fullum sal af fólki sem elskar sömu myndina og þú.“ Þetta segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri Bíó Paradísar, en svokallaðar „nostalgíu- og Sing along-sýningar“ hafa vakið mikla lukku hjá bíógestum síðustu misseri. Hugmyndin kviknaði eftir að Bíó Paradís sýndi Back To The Future-myndirnar árið 2016 á þeim dögum sem mikilvægar dagsetningar, í framtíðinni, komu fyrir í myndunum. Svo mikil eftirspurn var á sýningarnar að Ása ákvað í kjölfarið að setja fleiri „nostalgíumyndir“ í sýningu. Ása leitaði til bíógesta eftir tillögum að kvikmyndum. „Viðbrögðin voru frábær og við eina stöðuuppfærsluna á Facebook eru 800 tillögur. Við reynum að sýna þær kvikmyndir sem flestir vilja sjá. Til dæmis erum við búin að selja upp á nokkrar Sing along-sýningar á Mamma Mia. Það er tryllt. Allir syngjandi og í stuði. Fólk fær ekki nóg af Mamma Mia.“ Í haust verður boðið upp á nokkrar Sing along-sýningar í bland við ódauðlega kvikmyndasmelli á borð við Pretty Woman og Sister Act. Þá er Ása að vinna í því að fá sýningarrétt á Grease. Í desember verða svo Harry Potter-myndirnar teknar til sýningar í bland við klassískar jólamyndir á borð við Home Alone og Love Actually. „Við erum bara rétt að byrja. Veturinn verður að minnsta kosti gríðarlega góður í Bíó Paradís.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn

Allir eru að bíða eftir að Hafdís kynni til leiks nýjan kærasta – Gerði þetta í staðinn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“