fbpx
Laugardagur 27.apríl 2024
Fréttir

Margar hjarðir í byggð

Hreindýrstarfar og vetrungar leita niður á láglendi – Stofninn fer í sex þúsund dýr í sumar

Ritstjórn DV
Laugardaginn 30. apríl 2016 11:00

Hreindýrstarfar og vetrungar leita niður á láglendi - Stofninn fer í sex þúsund dýr í sumar

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Töluverður fjöldi hreindýra er nú í byggð á Suðausturlandi. Þegar ekið er austur verður dýranna fljótlega vart eftir að komið er yfir Jökulsá á Breiðamerkursandi. Sjá má litlar hjarðir allt austur að Höfn í Hornafirði og raunar austar ef leið liggur þangað. Þannig mátti til að mynda í fyrrasumar sjá hátt í níutíu dýr á Djúpavogi nokkuð fram eftir vori.

Skarphéðinn G. Þórisson, hreindýrafræðingur Náttúrustofu Austurlands, sagði í samtali við DV að það hafi farið að bera meira á þessu fyrir nokkrum árum. „Fyrst og fremst eru þetta tarfar og vetrungar. Það er ekkert skrýtið þó að þeir séu horaðir á þessum tíma. Beljurnar er lengra inni í landi, og hærra, enda styttist í burð.“

Særðir eftir fengitíma

Skarphéðinn segir að alltaf megi rekast á dýr í byggð sem drepist, á þessum árstíma. Tarfarnir geta verið særðir eftir fengitímann í vetur og hafi þar af leiðandi átt erfitt uppdráttar. „Þessar hjarðir hafa nú bara glatt menn og ferðamenn fyrir austan. Dýrin geta verið áberandi allt fram á sumar. Þetta er erfiðasti tími ársins fyrir þau en nú horfir þetta allt til betri vegar.“ Skarphéðinn segir að þó svo að snjói þá geti hreindýrin þefað uppi sína uppáhaldsfæðu í gegnum snjóinn. Hreindýrin eru sólgin í fléttur, þar sem þær er að hafa og einnig lyng, runna og grös.

Það eru fyrst og fremst tarfar og vetrungar sem leita í byggð. Margir eru illa farnir eftir átök um fengitímann.
Erfiðasti tími ársins Það eru fyrst og fremst tarfar og vetrungar sem leita í byggð. Margir eru illa farnir eftir átök um fengitímann.

Hreindýrastofninn íslenski telur nú um fimm þúsund dýr og mun að öllum líkindum fara í um sex þúsund dýr í sumar eftir að kálfarnir hafa bæst í hjörðina.

Yfir dimmustu mánuði ársins er alltaf nokkuð um að hreindýr verði fyrir bílum. Þetta hefur heldur aukist síðustu ár. Skarphéðinn segir að Vegagerðin hafi verið í samstarfi við Náttúrustofuna og meðal annars sett upp umferðarskilti til viðvörunar. Það er hins vegar erfitt að bregðast við þegar stór hjörð hleypur skyndilega í veg fyrir stóran flutningabíl í hálku. Þá er hætt við að illa fari. „Þegar uppbyggðum vegum fjölgar í gegnum vetrarbeitarsvæði dýranna aukast líkur á slysum.“ Skarphéðinn segir aðalatriðið að menn séu meðvitaðir um þá vegarkafla þar sem búast má við hreindýrum og dragi úr hraða á þeim svæðum.

Dýrin dafna vel

Íslensku hreindýrin sem nú dafna með ágætum á Austurlandi voru flutt til landsins árið 1787. Þau eru ættuð frá Finnmörk í Noregi. Skarphéðinn segir að þegar íslensku afkomendurnir er bornir saman við norsku forfeðurna þá megi sjá að íslensk belja á besta aldri vegi um fjörutíu kíló þ.e. fallþunginn. „Okkar dýr standa fyllilega jafnfætis bestu dýrunum í Noregi. Slakari kýr í Noregi vega ekki nema um þrjátíu kíló. Það skiptir miklu máli fyrir okkar stofn að þær skordýraplágur sem herja á norsku dýrin eru ekki til staðar hér.“ Vísar Skarphéðinn þar til moskítóflugna og flugna sem kallast „klegger“ og leggjast á dýrin og sjúga blóð. Þessar plágur gera að verkum að dýrin í Noregi eru löngum stundum á hlaupum undan skordýrunum. Hér á landi eru dýrin laus við þessi hlaup og geta nýtt tímann til að fita sig fyrir veturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu

Jóhann hlaut dóm í héraði – Leigði ólöglega brunagildru í Þverholti til búsetu og stofnaði lífum í hættu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar

Ólafur Þ. Harðarson: Stjórnarflokkarnir eru að koma sér upp þægilegum merkimiðum þegar styttist í kosningar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí

Stofna góðgerðarfélag til minningar um Þuríði Örnu – Blásið til tónleikaveislu 1. maí
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Næsta skref – byltingakenndar breytingar

Næsta skref – byltingakenndar breytingar